Viðskipti innlent

Atlantic Petruleum hækkar um 11% eftir olíufund

Vilhelm Petersen hér með Þórði Friðjónssyni forstjóra Kauphallarinnar.
Vilhelm Petersen hér með Þórði Friðjónssyni forstjóra Kauphallarinnar.
Á meðan flestar tölur í Kauphöllinni í morgun hafa verið í rauðu er Atlantic Petruleum á góðu skriði og hefur hækkað um 11% það sem af er degi. Þetta skýrist af því að félagið hefur fundið stór kolalög á Hook Head svæðinu úti fyrir ströndum Írlands þar sem talið er að séu miklar birgðir af olíu og gasi. Atlantic Petruleum hefur hækkað um tæp 14% í dönsku kauphöllinni í dag.

 

 

"Við höfum borað á þessu svæði og teljum að þar sé olía og gas í miklum mæli," segir Wilhelm Petersen forstjóri Atlantic Petroleum í samtali við danska viðskiptablaðið Börsen. "Það næsta hjá okkur er að framleiðsluprófa þá holu sem við höfum borað til að sjá hve mikið hægt er að ná úr henni og einnig hver gæðin eru.

 

 

Vilhelm bendir einnig á að ef framleiðsla getur hafist á þessu svæði yrði um nýja kjarnastarfsemi að ræða fyrir félagið. "Þá höfum við í höndunum nýtt hafsvæði sem ekki einungis hefur verið rannsakað heldur vonandi einnig framleiðsla sett í gang," segir hann. Vilhelm vill ekki á þessu stigi segja hveru mikil verðmæti kunni að liggja á svæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×