Viðskipti innlent

Farsímalaust frí

Farsímabann hefur verið sett á ferðamannaparadís í Karíbahafinu. Stundum er áreitið svo mikið í nútímasamfélagi að marga dreymir um að komast í frí þar sem tæki og tól eins og iPod og farsímar eru hreinlega skilin eftir heima. Nú gætu þeir hinir sömu látið drauminn rætast með fríi á Palm Island, fjölsóttri eyju sem tilheyrir Grenadíneyjunum í Karíbahafinu.

Þar er blátt bann lagt við notkun farsíma, fartölva og annarra tækja á ströndum eyjunnar. Hljómar eins og fullkomin flóttaleið fyrir þá sem vilja sleppa við allan ysinn og þysinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×