Viðskipti innlent

Opnar umhverfisvænustu skrifstofubyggingu Bretlands

MYND/Hrönn

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verður í dag og á morgun í heimsókn í Leeds þar sem hann opnar meðal annars nýja skrifstofu dótturfélags Eimskips í borginni sem er sú umhverfisvænasta á Bretlandi.

Fram kemur í tilkynningu frá forsetaembættinu að Ólafur Ragnar sitji í kvöld kvöldverð í boði borgarstjórnar Leeds. Á morgun fundar hann með ýmsum áhrifamönnum í viðskiptalífi borgarinnar og opnar nýja skrifstofubyggingu Innovate, dótturfélags Eimskips, sem er umhverfisvænasta skrifstofubygging í Bretlandi.

Byggingin sem nefnd er „Green Office" aflar meðal annars að mestu leyti sinnar eigin orku, nýtir rigningarvatn á sérstakan hátt og verulegur hluti steypunnar er úr endurunnum efnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×