Viðskipti innlent

FL Group á nærri 19 prósent í INGG

MYND/Pjetur

FL Group á nærri 19 prósenta hlut í breska afþreyingarfélaginu Inspired Gaming Group beint eða óbeint í gegnum framvirka samninga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu vegna fréttaflutnings í Bretlandi af áhuga FL Group á kaupum á hlutum í félaginu.

Fram kom í morgunkorni Glitnis í gær að FL Group hefði gert óformlegt yfirtökutilboð í alla hluti félagsins og hljóðar tilboðið upp á 385 pens á hlut. Óvíst sé hins vegar hvort formlegt tilboð verði lagt fram af hendi FL Group. INGG selur leikjavélar og hugbúnað fyrir afþreyingar- og leikjamarkaðinn. Félagið er skráð í bresku Kauphöllina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×