Fleiri fréttir

Grænlendingar kaupa nýja Airbus-breiðþotu

Ráðamenn grænlenska flugfélagsins Air Greenland tilkynntu á föstudag um kaup á nýrri breiðþotu af gerðinni Airbus A330-800neo. Þetta er stærsta fjárfesting í sögu félagsins.

Dis­n­ey tekur "Fox“ úr nafni 20th Century Fox

Framkvæmdastjórn Disney hafa ákveðið að taka "Fox“ úr nafni 20th Century Fox kvikmyndaversins, sem er í eigu Disney, og telja margir það vera til að fjarlægja kvikmyndaverið frá fyrrverandi eiganda þess, Rupert Murdoch.

Enn einn gallinn fannst í hug­búnaði 737 Max

Boeing vinnur nú að því að laga galla í ræsingarkerfi hugbúnaðar 737 Max vélanna sem var nýlega uppgötvaður. Hugbúnaðargallinn bætist við langan lista hluta sem laga þarf í vélunum sem hafa verið kyrrsettar frá því í fyrra.

Leitin að loðnutorfunum teiknast upp á rauntíma

Fyrsta loðnan er fundin út af Austfjörðum í þeim umfangsmikla leitarleiðangri sem nú er hafinn. Leitarskipin reyna nú að kortleggja hvort þarna séu stærri loðnugöngur á ferðinni.

Móðurfélag Google er metið á billjón

Alphabet, móðurfélag Google, er nú komið á stall með bandarísku fyrirtækjunum Apple, Amazon og Microsoft en hlutabréf allra þessara fyrirtækja hafa verið metin á meira en billjón króna.

Gleðjast saman í skugga hópuppsagnar

Þremur mánuðum eftir að hafa ráðist í stærstu einstöku hópuppsögn í bankakerfinu frá því í hruninu blæs Arion banki til heljarinnar veislu.

Inn­kalla TROLIGT­VIS ferða­bolla

IKEA hefur beint því til viðskiptavina sem eiga TROLIGTVIS ferðabolla sem merktir eru „Made in India“ til að taka þá úr notkun.

Danir innkalla íslenskt súkkulaði

Danski verslunarrisinn Coop hefur innkallað súkkulaði frá íslensku sælgætisverksmiðjunni Nóa Síríusi vegna hættu á að plast hafi borist í súkkulaðiplötur.

Kristín Ýr úr fréttunum í samskiptin

Kristín Ýr Gunnarsdóttir hefur hafið störf sem ráðgjafi hjá samskiptafélaginu Aton.JL. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem segir að Kristín sé með viðamikla reynslu úr fjölmiðlum sem spanni rúman áratug.

Snaps opnar nýjan stað

Stefnt er að því að opna vínbar við Óðinstorg með vorinu. Það staðfestir fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt í samtali við Vísi. Vín og léttir réttir verða á boðstólnum en staðurinn verður rekinn samhliða Snaps.

Sjá næstu 50 fréttir