Viðskipti innlent

Enga loðnu að sjá við Hvalbak, leitarskip stefna á Langanes

Kristján Már Unnarsson skrifar
Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson lagði úr höfn á Norðfirði í hádeginu í dag en þangað kom skipið í gærmorgun.
Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson lagði úr höfn á Norðfirði í hádeginu í dag en þangað kom skipið í gærmorgun. Mynd/Smári Geirsson.

Engin loðna hefur enn fundist fyrir Austurlandi á fyrsta eiginlega leitardegi loðnuleitarinnar. Fimm leitarskip reyna næsta sólarhringinn að komast yfir sem stærst svæði áður en næsta illviðri skellur á, en spáð er norðvestanstormi á Austfjarðamiðum síðdegis á morgun, föstudag, og fram á laugardag. 

Sjá einnig: Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind 

Þrjú skip hófu leitina í gærkvöldi undan sunnanverðum Austfjörðum; veiðiskipin Ásgrímur Halldórsson SF, Bjarni Ólafsson AK og Polar Amaroq GR. Þau fóru fyrst á hafsvæðin austur og suðaustur af Hvalbak og hafa síðan verið að leita á Litladjúpi og á Rauðatorginu. Þar hefur engin loðna sést, að sögn Birkis Bárðarsonar leiðangursstjóra. 

„Loðna virðist ekki komin þangað suðureftir,“ sagði Birkir laust eftir hádegi í dag, staddur um borð í hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni, sem var á leið út Norðfjarðarflóa.

Birkir Bárðarson fiskifræðingur er leiðangursstjóri loðnuleitarinnar Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.

Árni Friðriksson og Hákon EA stefna á Langanes. Þessi tvö skip munu fyrsta leita út af norðausturhorninu og byrja væntanlega á Rifsbanka. Árni Friðriksson mun síðan fikra sig suður með Austfjörðum á móti hinum þremur skipunum en áformað er að Hákon leiti síðan vestur með Norðurlandi og áleiðis til Vestfjarða, að sögn Birkis. 

Brottför Árna Friðrikssonar tafðist úr Neskaupstað þar sem hann fékk tóg í hliðarskrúfu og komst hann ekki af stað fyrr en um eittleytið í dag. Af þeim sökum hefur brottför Hákons einnig tafist en farið var í það að kvarða bergmálsmæli hans eftir að kvörðun lauk hjá Árna Friðrikssyni, en með því eru mælar skipanna samræmdir. Jón Þór Björnsson, stýrimaður á Hákoni, vonaðist þó til að þeir kæmust af stað fyrir klukkan fjögur í dag.


Tengdar fréttir

Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind

Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SJOVA
4,07
9
303.378
SYN
2,64
5
27.100
SKEL
2,23
11
194.125
TM
2,09
5
37.017
VIS
2,08
9
112.993

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
-0,72
3
4.135
ORIGO
-0,56
2
2.001
KVIKA
0
5
43.093
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.