Banna „heilaþvottastöð“ á Facebook og Instagram Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2020 12:15 Lögmenn Facebook hafa fengið lögbann á starfsemi ísraelsks fyrirtækis sem á að geta heilaþvegið fólk til að taka tilteknar ákvarðanir í gegnum samfélagsmiðla. Fyrirtækið, sem heitir The Spinner, rukkar fyrir að senda gífurlegan fjölda auglýsinga, sem dulbúnar eru sem fréttir, á samfélagsmiðla tiltekinna aðila til að fá þá til að breyta hegðun sinni. Meðal þeirra ákvarðana sem Spinner segist geta fengið fólk til að taka eru: Að fá einhvern til að hætta að reykja eða drekka, að fá einhvern til að hætta að borða kjöt, að fá fyrrverandi elskunaut til að taka aftur við þér, að fá maka til að stunda ástarmök oftar, að fá maka til að skilja ekki við þig, að fá einhvern til að samþykkja fjölkvæni og að fá einhvern til að fara í brjóstastækkun. Þetta hefur ekki fallið í kramið hjá Facebook og hafa forsvarsmenn þess meinað Spinner að nota Facebook og Instagram að nokkru leyti, samkvæmt frétt BBC. Í bréfi frá lögmönnum Facebook til Spinner segir að fyrirtækið notist við tilbúna notendur og falskar síður á samfélagsmiðlum fyrirtækisins til að dæla hnitmiðuðum auglýsingum að notendum. „Þessi starfsemi brýtur í bága við reglur Facebook. Facebook krefst þess að þið hættið þessari starfsemi,“ segir í bréfinu. Þá hafa starfsmenn Facebook þegar fjarlægt falska notendur og síður sem Spinner notaðist við. Talsmaður Facebook sagði fyrirtækið ekki hafa þolinmæði fyrir aðilum sem reyndu að misnota samfélagsmiðla þess. Í samtali við blaðamann BBC segir Elliot Shefler, einn stofnanda og forstjóri Spinner, að fyrirtækið muni halda áfram starfsemi sinni og vildi hann ekki staðhæfa að fyrirtækið myndi ekki nota Facebook í framtíðinni. Hann sagði fyrirtækið hafa keypt auglýsingar hjá Facebook í rúmt ár, án þess að hafa lent í nokkrum vandræðum. Allar auglýsingarnar hafi verið samþykktar. Hugmyndin að starfsemi Spinner var upprunalega kynnt á hópfjármögnunarsíðunni Indigo þar sem forsvarsmenn fyrirtækisins söfnuðu einungis 192 af þeim 47.800 pundum sem þeir ætluðu að safna. Bandaríkin Facebook Ísrael Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Lögmenn Facebook hafa fengið lögbann á starfsemi ísraelsks fyrirtækis sem á að geta heilaþvegið fólk til að taka tilteknar ákvarðanir í gegnum samfélagsmiðla. Fyrirtækið, sem heitir The Spinner, rukkar fyrir að senda gífurlegan fjölda auglýsinga, sem dulbúnar eru sem fréttir, á samfélagsmiðla tiltekinna aðila til að fá þá til að breyta hegðun sinni. Meðal þeirra ákvarðana sem Spinner segist geta fengið fólk til að taka eru: Að fá einhvern til að hætta að reykja eða drekka, að fá einhvern til að hætta að borða kjöt, að fá fyrrverandi elskunaut til að taka aftur við þér, að fá maka til að stunda ástarmök oftar, að fá maka til að skilja ekki við þig, að fá einhvern til að samþykkja fjölkvæni og að fá einhvern til að fara í brjóstastækkun. Þetta hefur ekki fallið í kramið hjá Facebook og hafa forsvarsmenn þess meinað Spinner að nota Facebook og Instagram að nokkru leyti, samkvæmt frétt BBC. Í bréfi frá lögmönnum Facebook til Spinner segir að fyrirtækið notist við tilbúna notendur og falskar síður á samfélagsmiðlum fyrirtækisins til að dæla hnitmiðuðum auglýsingum að notendum. „Þessi starfsemi brýtur í bága við reglur Facebook. Facebook krefst þess að þið hættið þessari starfsemi,“ segir í bréfinu. Þá hafa starfsmenn Facebook þegar fjarlægt falska notendur og síður sem Spinner notaðist við. Talsmaður Facebook sagði fyrirtækið ekki hafa þolinmæði fyrir aðilum sem reyndu að misnota samfélagsmiðla þess. Í samtali við blaðamann BBC segir Elliot Shefler, einn stofnanda og forstjóri Spinner, að fyrirtækið muni halda áfram starfsemi sinni og vildi hann ekki staðhæfa að fyrirtækið myndi ekki nota Facebook í framtíðinni. Hann sagði fyrirtækið hafa keypt auglýsingar hjá Facebook í rúmt ár, án þess að hafa lent í nokkrum vandræðum. Allar auglýsingarnar hafi verið samþykktar. Hugmyndin að starfsemi Spinner var upprunalega kynnt á hópfjármögnunarsíðunni Indigo þar sem forsvarsmenn fyrirtækisins söfnuðu einungis 192 af þeim 47.800 pundum sem þeir ætluðu að safna.
Bandaríkin Facebook Ísrael Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira