Viðskipti innlent

Nói Siríus innkallar enn fleiri tegundir af súkkulaði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ein af vörunum sem Nói Siríus þarf að innkalla.
Ein af vörunum sem Nói Siríus þarf að innkalla.

Sælgætisframleiðandinn Nói Siríus hefur innkallað nokkrar tegundir af Siríus Rjómasúkkulaði og Siríus Suðusúkkulaði vegna þess að óttast er að plast geti verið í súkkulaðinu.

Tæp vika er síðan Nói Siríus ákvað að innkalla þrjú vörunúmer því ekki væri hægt að útiloka að plast hefði borist í súkkulaðiplötur sökum bilunar í vélbúnaði. Þá var um að ræða tvær stærðir af hreinu Siríus Rjómasúkkulaði og eina stærð af Síríus Suðusúkkulaði.

„Plastið sem kann að hafa farið í súkkulaðið er ýmist blátt eða bleikt að lit og ætti því að vera sjáanlegt neytendum þegar varan er opnuð. Tekið skal fram að umræddur vélbúnaður hefur verið lagfærður og því um einangrað tilvik að ræða,“ sagði í tilkynningunni.

Þær sex tegundir sem innköllunin nær til eru:

Síríus Rjómasúkkulaði 3x100g.
Strikamerki: 5690576570585.
Best fyrir; 03.06.2021 og 04.06.2021.

Síríus Rjómasúkkulaði 150g.
Strikamerki: 5690576570608.
Best fyrir: 17.06.2021.

Síríus Suðusúkkulaði 300g.
Strikamerki: 5690576560302.
Best fyrir; 09.06.2021, 10.06.2021,
11.06.2021, 12.06.2021 .

Siríus Suðusúkkulaði 200g
Strikamerki: 5690576560104
Best fyrir: 25.05.2021

Siríus Rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti 150g
Strikamerki: 5690576570691
Best fyrir: 17.06.2021, 18.06.2021

Siríus Suðusúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti 200g
Strikamerki: 5690576560173
Best fyrir 26.05.2021

Súkkulaðið getur verið í verslunum um allt land. Viðskiptavinum sem hafa keypt vörurnar er bent á að neyta þeirra ekki og farga eða skila þeim í þeirri verslun þar sem þær voru keyptar eða hjá Nóa Síríusi.

Eins og Vísir greindi frá í fyrrradag innkallaði danski verslunarrisinn Coop súkkulaði frá Nóa Siríus af sömu ástæðu á dögunum.

https://www.visir.is/g/2020200119524/danir-innkalla-islenskt-sukkuladi


Tengdar fréttir

Danir innkalla íslenskt súkkulaði

Danski verslunarrisinn Coop hefur innkallað súkkulaði frá íslensku sælgætisverksmiðjunni Nóa Síríusi vegna hættu á að plast hafi borist í súkkulaðiplötur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
1,48
6
45.229
SKEL
0,95
12
279.306
ARION
0,59
8
85.806
SYN
0
1
8.111
SJOVA
0
1
180

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-1,5
8
181.765
FESTI
-1,06
3
69.776
TM
-0,91
3
32.700
ICEAIR
-0,72
8
22.507
KVIKA
-0,48
2
64.325
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.