Viðskipti erlent

Grænlendingar kaupa nýja Airbus-breiðþotu

Kristján Már Unnarsson skrifar
Nýja breiðþotan mun taka 305 farþega. Hún er af gerðinni Airbus A330-800neo, og stundum kölluð litla systir A330-900neo, sem er mun vinsælli meðal flugfélaga, en WOW-air rak tvær slíkar.
Nýja breiðþotan mun taka 305 farþega. Hún er af gerðinni Airbus A330-800neo, og stundum kölluð litla systir A330-900neo, sem er mun vinsælli meðal flugfélaga, en WOW-air rak tvær slíkar. Teikning/Air Greenland

Ráðamenn grænlenska flugfélagsins Air Greenland tilkynntu á föstudag um kaup á nýrri breiðþotu af gerðinni Airbus A330-800neo. Í tilkynningu segir að þetta sé stærsta fjárfesting í sögu félagsins. Kaupverð er ekki gefið upp en listaverð Airbus á svona vél er um 32 milljarðar króna.

Air Greenland fær nýju þotuna afhenta eftir tæplega tvö ár, á fjórða ársfjórðungi 2021. Hún leysir af hólmi núverandi þotu félagsins, eldri gerð af samskonar breiðþotu, með tegundarheitið Airbus A330-200. 

Núverandi Airbus-breiðþota Air Greenland á flugvellinum í Kangerlussuaq, sem áður hét Syðri-Straumfjörður. Þetta er eini flugvöllur Grænlands í dag sem tekur við þotum í áætlunarflugi. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.

Helsti munurinn á þotunum er sá að nýja þotan mun taka 305 farþega í stað 278, bera meiri frakt, eyða 14 prósentum minna eldsneyti og með 15 prósentum minna kolefnisspor á hvert farþegasæti. Þá eru vængir nýju þotunnar fjórum metrum lengri en þeirrar eldri.

Þotan mun fyrst um sinn einkum sinna flugi milli Kangerlussuaq og Kaupmannahafnar en síðan milli Kaupmannahafnar annarsvegar og Nuuk og Ilulissat hins vegar þegar nýju flugvellirnir þar verða teknir í notkun árið 2023.

37 sæta Dash 8-200, sem sést í forgrunni, er aðalvélin í innanlandsflugi Grænlands. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.

Air Greenland er núna alfarið í eigu landsstjórnar Grænlands, sem vorið 2019 keypti 37,5 prósenta hlut SAS og 25 prósenta hlut danska ríkisins.

Auk Airbus-breiðþotunnar samanstendur flugfloti Air Greenland af sjö vélum af gerðinni DASH-8-200, einni King Air-200 og alls nítján þyrlum af þremur gerðum.

Viðtal Stöðvar 2 við Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, síðastliðið sumar um flugvallauppbygginguna, má sjá hér:


Tengdar fréttir

Eldur sagður kveikja gullæði á Grænlandi

Gullæði á Grænlandi. Þannig hljómar fyrirsögn eins grænlensku fjölmiðlanna eftir að fréttir bárust um stóran gullfund fyrirtækis, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson stendur að.

Færeyingar kaupa tvær nýjar Airbus-þotur

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur samið um kaup á tveimur nýjum þotum af gerðinni Airbus A320neo. Fyrir færeyskt efnahagslíf eru þessir samningar álíka stórir og kaup Icelandair á Boeing 737 MAX-vélunum árið 2012.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-8,85
3
22.720
MAREL
-3,12
3
53.100
FESTI
-2,78
2
70.000
SKEL
-2,71
4
43.650
EIK
-2,65
4
26.400
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.