Viðskipti erlent

Færa út kvíarnar í rannsókn á peningaþvætti Danske bank

Kjartan Kjartansson skrifar
Útibú Danske bank í Tallin í janúar í fyrra. Bankanum var úthýst frá Eistlandi vegna peningaþvættishneykslisins.
Útibú Danske bank í Tallin í janúar í fyrra. Bankanum var úthýst frá Eistlandi vegna peningaþvættishneykslisins. Vísir/EPA

Saksóknarar í Eistlandi hafa útvíkkað rannsókn sína á peningaþvætti sem fór fram í gengum útibú Danske bank í landinu og nær hún nú til millifærslna á allt að tveimur milljörðum dollara, jafnvirði 246 milljarða íslenskra króna. Fleiri lönd, þar á meðal Bandaríkin, taka þátt í rannsókninni.

Upphaflega beindist rannsóknin að mögulegu þvætti á um 300 milljónum dollara, jafnvirði um 37 milljarða íslenskra króna. Nú rannsaka saksóknararnir fleiri en tíu tilfelli þar sem allt að tveir milljarðar dollara voru í spilunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Það er þó aðeins brot af þeim um 220 milljörðum dollara sem grunur leikur á að hafi verið þvættaðir í gegnum útibú danska bankans í Tallin.

Auk rannsóknarinnar í Eistlandi vofa háar sektir yfir Danske bank í Bandaríkjunum. Yfirvöld þar eru sögð taka þátt í eistnesku rannsókninni ásamt fleiri löndum.

Tíu fyrrverandi starfsmenn útibús Danske bank í Tallin voru handteknir vegna gruns um að þeir hafi átt þátt í peningaþvættinu árið 2018. Hlutabréf í Danske hafa rýrnað um meira en helming frá því að ásakanirnar um stórfellt peningaþvætti komust í hámæli.


Tengdar fréttir

Fyrrverandi forstjóri Danske bank ákærður

Húsleit er einnig sögð hafa verið gerð á heimili Thomas Borgen í mars vegna rannsóknar á stórfelldu peningaþvætti í eistnesku útibúi Danske bank á árunum 2007 til 2015.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
8,11
9
94.152
KVIKA
6,76
25
308.808
ARION
4,55
29
389.714
SJOVA
4,18
10
52.541
ORIGO
3,69
4
37.712

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-2,18
3
4.337
REGINN
-2,17
10
174.896
ICEAIR
-2,16
55
23.375
SKEL
-1,49
2
30.781
MAREL
-0,73
42
403.086
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.