Missir þriðju Michelin-stjörnuna eftir 55 ár á toppnum Atli Ísleifsson skrifar 17. janúar 2020 09:39 Paul Bocuse stofnaði Auberge du Pont de Collonges árið 1965. Getty Franski matarheimurinn nötrar eftir að fréttir hófu að berast af því að eftir rúmlega hálfa öld með þrjár Michelin-stjörnur muni veitingastaður Paul Bocuse í Lyon missa eina stjörnuna. Stjörnukokkurinn Paul Bocuse fékk þriðju Michelin-stjörnuna árið 1965 og hefur veitingastaðurinn haldið þremur stjörnum í öllum veitingahandbókum Michelin síðan. Staðurinn er sá sem hefur lengst geta stært sig af þremur stjörnum. Franskir fjölmiðlar greina frá því að handbókin fyrir árið 2020 verði gerð opinber í lok janúarmánaðar og þar verði gert kunnugt að staðurinn verði með tvær stjörnur. Veitingastaðurinn er í borginni Lyon í Frakklandi og heitir í raun Auberge du Pont de Collonges, en er betur þekktur sem „Paul Bocuse“ eða bara „Bocuse“. Paul Bocuse lést fyrir um ári, 91 árs að aldri, og tók sonur hans þá við rekstri veitingastaðarins. Kokkurinn Paul Bocuse stofnaði til kokkakeppninnar Bocuse d’Or árið 1987 og fer keppnin fram annað hvert ár í Lyon. Bocuse er helst minnst fyrir framlag sitt til franskrar matargerðar en hann er upphafsmaður svokallaðs „nouvelle cuisine“ eða „nýs eldhúss“ og lagði áherslu á holl hráefni og heilsusamlegri eldunaraðferðir en áður hafði tíðkast. Bocuse hefur oftar en einu sinni verið útnefndur „kokkur aldarinnar“. Frakkland Matur Michelin Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Franski matarheimurinn nötrar eftir að fréttir hófu að berast af því að eftir rúmlega hálfa öld með þrjár Michelin-stjörnur muni veitingastaður Paul Bocuse í Lyon missa eina stjörnuna. Stjörnukokkurinn Paul Bocuse fékk þriðju Michelin-stjörnuna árið 1965 og hefur veitingastaðurinn haldið þremur stjörnum í öllum veitingahandbókum Michelin síðan. Staðurinn er sá sem hefur lengst geta stært sig af þremur stjörnum. Franskir fjölmiðlar greina frá því að handbókin fyrir árið 2020 verði gerð opinber í lok janúarmánaðar og þar verði gert kunnugt að staðurinn verði með tvær stjörnur. Veitingastaðurinn er í borginni Lyon í Frakklandi og heitir í raun Auberge du Pont de Collonges, en er betur þekktur sem „Paul Bocuse“ eða bara „Bocuse“. Paul Bocuse lést fyrir um ári, 91 árs að aldri, og tók sonur hans þá við rekstri veitingastaðarins. Kokkurinn Paul Bocuse stofnaði til kokkakeppninnar Bocuse d’Or árið 1987 og fer keppnin fram annað hvert ár í Lyon. Bocuse er helst minnst fyrir framlag sitt til franskrar matargerðar en hann er upphafsmaður svokallaðs „nouvelle cuisine“ eða „nýs eldhúss“ og lagði áherslu á holl hráefni og heilsusamlegri eldunaraðferðir en áður hafði tíðkast. Bocuse hefur oftar en einu sinni verið útnefndur „kokkur aldarinnar“.
Frakkland Matur Michelin Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira