Viðskipti innlent

Samskiptastjórar Sýnar inn og út úr Valhöll

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Lilja Birgisdóttir hefur tekið við stöðu samskiptastjóra Sýnar af Guðfinni Sigurvinssyni. Hann starfar nú fyrir Sjálfstæðisflokkinn, eins og Lilja gerði áður.
Lilja Birgisdóttir hefur tekið við stöðu samskiptastjóra Sýnar af Guðfinni Sigurvinssyni. Hann starfar nú fyrir Sjálfstæðisflokkinn, eins og Lilja gerði áður. Aðsendar

Lilja Birgisdóttir hefur verið ráðin samskiptastjóri Sýnar og hefur þegar hafið störf. „Undir samskiptamál falla meðal annars samskipti við fjölmiðla og fjárfesta sem og innri samskipti hjá félaginu,“ eins og það er orðað í tilkynningu frá Sýn um ráðninguna, sem á og rekur vörumerkin Vodafone, Stöð 2, Stöð 2 Sport, Vísi, Bylgjuna, FM957 og X977.

Lilja starfaði áður fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem framkvæmdastjóri Landsfundar. Lilja tekur við starfinu hjá Sýn af Guðfinni Sigurvinssyni, sem titlaður var verkefnastjóri samskiptamála þegar hann var ráðinn til Vodafone árið 2017. Honum var sagt upp í lok maí í fyrra, ásamt fjórum öðrum millistjórnendum.

Guðfinnur var í upphafi árs ráðinn starfsmaður þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins og mun hann aðstoða Sjálfstæðismenn, til dæmis við undirbúning þingmála og nefndarstörf.

Í tilkynningu Sýnar sem send var í morgun er ferill Lilju rakinn. Hún er sögð hafa 10 ára reynslu sem stjórnandi og sérfræðingur hjá Arion banka, Sjóvá og Íslenskum verðbréfum. „Hún hefur unnið fjölbreytt störf í fjármálageiranum sem snúa meðal annars að stefnumótun, þjónustustjórnun, breytingastjórnun og þjálfun starfsfólks,“ segir í tilkynningunni og bætt við að Lilja sé með B.Sc. gráðu í alþjóðamarkaðsfræðum frá Háskólanum í Reykjavík.

Hún kveðst spennt fyrir nýja starfinu. „Sýn er félag sem starfar í lifandi samkeppnisumhverfi þar sem áhugaverð verkefni og tækifæri eru framundan“ segir Lilja.

Vísir er í eigu Sýnar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
1,48
6
45.229
SKEL
0,95
12
279.306
ARION
0,59
8
85.806
SYN
0
1
8.111
SJOVA
0
1
180

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-1,5
8
181.765
FESTI
-1,06
3
69.776
TM
-0,91
3
32.700
ICEAIR
-0,72
8
22.507
KVIKA
-0,48
2
64.325
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.