Leitin að loðnutorfunum hafin og stefnt á norðausturhornið Kristján Már Unnarsson skrifar 13. janúar 2020 22:00 Árni Friðriksson lagði upp í loðnuleitina í dag frá olíubryggjunni í Örfirisey í Reykjavík þar sem hann var fylltur af olíu. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. Leiðangursstjórinn kveðst samt ekki of bjartsýnn en vill þó lifa í voninni. Myndir frá brottför voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Um tuttugu manna áhöfn er um borð, þar af fimm vísindamenn, en fiskifræðingurinn Birkir Bárðarson er leiðangursstjóri. „Ásamt Árna Friðrikssyni þá verða í það minnsta tvö veiðiskip og núna erum við að horfa til að það verði Polar Amaroq, sem er grænlenskt veiðiskip, og Hákon, - þeir muni taka þátt í þessu með okkur. Þar erum við með fólk frá okkur á Hafró um borð hjá þeim,“ segir Birkir. Birkir Bárðarson fiskifræðingur er leiðangursstjóri.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Óvíst var hvort hægt yrði að hefja leiðangurinn í dag vegna veðurs. „Við ætlum að fara austur fyrir land, suður um, og erum svona að sæta lagi eins og veður leyfir, og þar ætlum við að byrja.“ Leitin mun einkum beinast að hafsvæðum undan Norður- og Austurlandi en fregnir hafa verið að berast af loðnu. „Við höfum heyrt af loðnu, reyndar bæði af Vestfjarðamiðum og síðan höfum við núna verið að fá fregnir núna frá Rifsbanka og svo austur um.“ Loðnubrestur í fyrra reyndist áfall fyrir hagkerfið enda er áætlað að jafnvel léleg loðnuvertíð geti skilað 15-20 milljarða króna útflutningsverðmæti. Það er því mikið undir að eitthvað finnist. Áætlað er leiðangurinn taki nítján daga en hann er undir stjórn Hafrannsóknastofnunar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Birkir segir loðnuna mikilvæga afurð en einnig mikilvæga fæðu í vistkerfinu við Ísland. „Við erum ekkert sérstaklega bjartsýnir í ár. Og það er út af því að síðastliðið haust þá kom lítið út úr mælingunni. Og það er á þessum árgangi sem er uppistaðan að veiðistofninum núna,“ segir Birkir. Stefnt er á nítján daga leiðangur. Hann vonast því til að hafa einhver svör í kringum næstu mánaðamót. „En eins og allir, þá bara lifi ég í voninni.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Tengdar fréttir Veiðiskipin Hákon og Bjarni Ólafsson í loðnuleitina með Árna Friðrikssyni Hafrannsóknastofnun stýrir leitinni og mælingum. Kostnaður útgerðanna er um 60 milljónir króna og leggur Hafrannsóknastofnun fram 30 milljónir. 9. janúar 2020 17:25 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. Leiðangursstjórinn kveðst samt ekki of bjartsýnn en vill þó lifa í voninni. Myndir frá brottför voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Um tuttugu manna áhöfn er um borð, þar af fimm vísindamenn, en fiskifræðingurinn Birkir Bárðarson er leiðangursstjóri. „Ásamt Árna Friðrikssyni þá verða í það minnsta tvö veiðiskip og núna erum við að horfa til að það verði Polar Amaroq, sem er grænlenskt veiðiskip, og Hákon, - þeir muni taka þátt í þessu með okkur. Þar erum við með fólk frá okkur á Hafró um borð hjá þeim,“ segir Birkir. Birkir Bárðarson fiskifræðingur er leiðangursstjóri.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Óvíst var hvort hægt yrði að hefja leiðangurinn í dag vegna veðurs. „Við ætlum að fara austur fyrir land, suður um, og erum svona að sæta lagi eins og veður leyfir, og þar ætlum við að byrja.“ Leitin mun einkum beinast að hafsvæðum undan Norður- og Austurlandi en fregnir hafa verið að berast af loðnu. „Við höfum heyrt af loðnu, reyndar bæði af Vestfjarðamiðum og síðan höfum við núna verið að fá fregnir núna frá Rifsbanka og svo austur um.“ Loðnubrestur í fyrra reyndist áfall fyrir hagkerfið enda er áætlað að jafnvel léleg loðnuvertíð geti skilað 15-20 milljarða króna útflutningsverðmæti. Það er því mikið undir að eitthvað finnist. Áætlað er leiðangurinn taki nítján daga en hann er undir stjórn Hafrannsóknastofnunar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Birkir segir loðnuna mikilvæga afurð en einnig mikilvæga fæðu í vistkerfinu við Ísland. „Við erum ekkert sérstaklega bjartsýnir í ár. Og það er út af því að síðastliðið haust þá kom lítið út úr mælingunni. Og það er á þessum árgangi sem er uppistaðan að veiðistofninum núna,“ segir Birkir. Stefnt er á nítján daga leiðangur. Hann vonast því til að hafa einhver svör í kringum næstu mánaðamót. „En eins og allir, þá bara lifi ég í voninni.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Veiðiskipin Hákon og Bjarni Ólafsson í loðnuleitina með Árna Friðrikssyni Hafrannsóknastofnun stýrir leitinni og mælingum. Kostnaður útgerðanna er um 60 milljónir króna og leggur Hafrannsóknastofnun fram 30 milljónir. 9. janúar 2020 17:25 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Veiðiskipin Hákon og Bjarni Ólafsson í loðnuleitina með Árna Friðrikssyni Hafrannsóknastofnun stýrir leitinni og mælingum. Kostnaður útgerðanna er um 60 milljónir króna og leggur Hafrannsóknastofnun fram 30 milljónir. 9. janúar 2020 17:25
Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf