Vextir verði ekki lækkaðir fyrr en í haust Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. apríl 2024 11:45 Una Jónsdóttir er forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans. Vísir/Vilhelm Stýrivextir verða ekki lækkaðir fyrr en undir lok árs og verðbólga mælist yfir markmiðum seðlabankans næstu tvö árin samkvæmt nýrri Hagspá Landsbankans. Hagfræðingur telur að uppkaup á húsnæði Grindvíkinga hafi talsverð áhrif á verðbólgu næstu mánuða. Stýrivextir hafa nú verið óbreyttir í 9,25 prósent síðan í ágúst í fyrra og samkvæmt nýrri Hagspá Landsbankans verður ekki breyting á því á næstunni. Ekki er búist við að vaxtalækkunarferli hefjist fyrr en í október. Verðbólga hefur hjaðnað nokkuð og mældist sex prósent í apríl. Verkalýðsleiðtogar hafa kallað eftir vaxtalækkun samhliða því en Una Jónsdóttir, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, telur að Seðlabankinn muni bíða skýrari merkja um að verðbólga sé sannarlega á niðurleið. „Við sjáum fram á að verðbólgan verði svolítið tregbreytanleg næstu mánuði. Vissulega lækkaði hún í apríl en ég held að hún verði í kringum sex prósent næstu mánuði og að þá vilji seðlabankinn fara hægt í lækkanir.“ Hagfræðideild Landsbankans telur að verðbólgan verði raunar enn í kringum 5,5 prósent undir lok árs og Una segir nokkra þætti skýra það hversu þrálát hún er. „Það er enn þá innlendur þrýstingur, við sjáum enn örlitla spennu á vinnumarkaði, húsnæði hefur verið að hækka og við teljum að það viðhaldi verðbólgu næstu mánuði,“ segir Una. Eru uppkaupin í Grindavík að leika þar stórt hlutverk? „Já, við teljum að það gæti haft einhver áhrif. Við sjáum að á síðustu mánuðum er húsnæðisverð að taka við sér og það gæti alveg verið af því að það er aukin eftirspurn að koma til vegna Grindvíkinga. Þannig að þessi áhrif gætu varað næstu mánuði.“ Búist er við að verðbólga verði enn yfir markmiðum seðlabankans í lok árs 2026, en verði þá 3,2 prósent. „Verðbólgan er búin að vera há mjög lengi og þá tekur langan tíma að vinda ofan af því. Verðbólugvæntingar eru enn háar þannig við þurufm að sýna þolinmæði til að ná henni virkilega niður í markmið,“ segir Una. Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Húsnæðismál Fjármál heimilisins Mest lesið Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Stýrivextir hafa nú verið óbreyttir í 9,25 prósent síðan í ágúst í fyrra og samkvæmt nýrri Hagspá Landsbankans verður ekki breyting á því á næstunni. Ekki er búist við að vaxtalækkunarferli hefjist fyrr en í október. Verðbólga hefur hjaðnað nokkuð og mældist sex prósent í apríl. Verkalýðsleiðtogar hafa kallað eftir vaxtalækkun samhliða því en Una Jónsdóttir, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, telur að Seðlabankinn muni bíða skýrari merkja um að verðbólga sé sannarlega á niðurleið. „Við sjáum fram á að verðbólgan verði svolítið tregbreytanleg næstu mánuði. Vissulega lækkaði hún í apríl en ég held að hún verði í kringum sex prósent næstu mánuði og að þá vilji seðlabankinn fara hægt í lækkanir.“ Hagfræðideild Landsbankans telur að verðbólgan verði raunar enn í kringum 5,5 prósent undir lok árs og Una segir nokkra þætti skýra það hversu þrálát hún er. „Það er enn þá innlendur þrýstingur, við sjáum enn örlitla spennu á vinnumarkaði, húsnæði hefur verið að hækka og við teljum að það viðhaldi verðbólgu næstu mánuði,“ segir Una. Eru uppkaupin í Grindavík að leika þar stórt hlutverk? „Já, við teljum að það gæti haft einhver áhrif. Við sjáum að á síðustu mánuðum er húsnæðisverð að taka við sér og það gæti alveg verið af því að það er aukin eftirspurn að koma til vegna Grindvíkinga. Þannig að þessi áhrif gætu varað næstu mánuði.“ Búist er við að verðbólga verði enn yfir markmiðum seðlabankans í lok árs 2026, en verði þá 3,2 prósent. „Verðbólgan er búin að vera há mjög lengi og þá tekur langan tíma að vinda ofan af því. Verðbólugvæntingar eru enn háar þannig við þurufm að sýna þolinmæði til að ná henni virkilega niður í markmið,“ segir Una.
Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Húsnæðismál Fjármál heimilisins Mest lesið Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira