Viðskipti erlent

Kína og Bandaríkin semja um að slaka á viðskiptastríði

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sáttmálinn góði.
Sáttmálinn góði. Vísir/AP

Bandaríkin og Kína hafa skrifað undir samkomulag sem ætlað er að draga úr viðskiptastríði sem ríkt hefur á milli ríkjanna að undanförnu.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að samkomulagið muni koma sér afar vel fyrir bandarískan efnahag. Leiðtogar í Kína segja samkomulagið gott fyrir alla.

Samkomulagið felur í sér að Kína hefur lofað því að auka innflutning á vörum frá Bandaríkjunum um 200 milljarða dollara frá því sem var árið 2017, um 25 þúsund milljarða. Þá heitir Kína því að herða hugverkalöggjöf ríkisins.

Bandaríkin munu aftur á móti helminga tolla sem lagðir hafa verið á kínverskar vörur. Frekari viðræður munu fara fram í von um að viðskiptadeilum ríkjanna tveggja ljúki.

Viðskiptastríðið hefur staðið yfir frá árinu 2018 en ríkin hafa skipst á því að leggja á tolla á ýmsar vörur sem fluttar eru inn til ríkjanna.

Hefur það dregið úr hagvexti um allan heim, mest í ríkjunum tveimur, en einnig á Íslandi.

 

 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-7,12
47
158.136
KVIKA
-2,96
9
150.996
FESTI
-2,86
15
314.847
SJOVA
-2,72
3
34.992
HAGA
-2,5
10
182.791
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.