Viðskipti innlent

Töluverð fækkun ferðamanna en samt gott ár

Samúel Karl Ólason skrifar
Þrátt fyrir þessa fækkun er um að ræða þriðja fjölmennasta ferðamannaárið frá upphafi talninga.
Þrátt fyrir þessa fækkun er um að ræða þriðja fjölmennasta ferðamannaárið frá upphafi talninga. Vísir/vilhelm

Tæplega tvær milljónir erlendra farþegar fóru frá landinu um Keflavíkurflugvöll á síðasta ári. Alls var fækkun um 329 þúsund farþegar frá árinu 2018, samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. Fækkun þessi nemur 14,2 prósentum. Þrátt fyrir þessa fækkun er um að ræða þriðja fjölmennasta ferðamannaárið frá upphafi talninga.

Samkvæmt tilkynningu frá Ferðamálastofu er þetta í fyrsta sinn á níu ára tímabili sem fækkun er á þessari tölu.

Bandaríkjamenn voru fjölmennastir þeirra sem sóttu Ísland heim á árinu eða um 464 þúsund talsins. Þrátt fyrir það fækkaði þeim um 230 þúsund á milli ára. Bretar mældust tæplega 262 þúsund en þeim fækkaði um 12 prósent. Þjóðverjar eru í þriðja sæti, alls um 132 þúsund, og fækkaði þeim um fimm prósent.

Um 99 þúsund Kínverjar komu til Íslands á árinu og fjölgaði þeim um tíu prósent. Frakkar voru um 97 þúsund, sem er svipað og 2018 og þar á eftir Pólverjar (94 þúsund), Kanadamenn (67 þúsund), Spánverjar (59 þúsund), Danir (49 þúsund) og Ítalir (47 þúsund)

Langflestir skiptifarþegar eru ekki inn í þessum tölum.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
0
4
52.475
MAREL
0
8
69.997

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
-4,56
10
126.705
REITIR
-4,03
6
42.780
REGINN
-3,09
15
82.623
SJOVA
-2,88
8
33.092
VIS
-2,16
6
80.631
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.