Viðskipti innlent

Málatilbúnaði eigenda Drangavíkur gegn Hvalárvirkjun vísað frá dómi

Kristján Már Unnarsson skrifar
Séð yfir Hvalárfoss og ósa Hvalár þar sem vegurinn endar. Ófeigsfjörður í baksýn.
Séð yfir Hvalárfoss og ósa Hvalár þar sem vegurinn endar. Ófeigsfjörður í baksýn. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson

Héraðsdómur Vestfjarða hefur vísað frá dómsmáli sem meirihluti landeigenda Drangavíkur á Ströndum höfðaði vegna Hvalárvirkjunar á hendur Vesturverki ehf. og Árneshreppi. Dómurinn dæmdi kærendur jafnframt til þess að greiða Árneshreppi og Vesturverki 600 þúsund krónur hvorum í málskostnað eða samtals 1,2 milljónir króna. 

Landeigendur höfðuðu mál gegn Vesturverki og Árneshreppi í lok sumars á þeirri forsendu að gamalt landamerkjabréf frá árinu 1890 sýndi að hluti af vatnasviði Hvalárvirkjunar væri á þeirra eignarlandi. Þeir kröfðust þess að framkvæmdaleyfi Vesturverks á Ófeigsfjarðarheiði vegna virkjunarinnar yrði fellt úr gildi sem og deiliskipulag vegna framkvæmdanna.

Hvalárfoss. Göngubrúin yfir Hvalá fyrir miðri mynd.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.

Héraðsdómur taldi hins vegar ósannað að eigendur Drangavíkur ættu umrætt land. Ekki væri hægt að miða við önnur landamerki en þau sem hingað til hefðu verið talin gilda. Af þeim sökum hafi stefnendur ekki sýnt fram á að þeir ættu lögvarða hagsmuni í málinu á grundvelli eignarréttar að svæðinu. 

Dómurinn taldi jafnframt að ekki hafi verið sýnt fram á að röskun verði á hagsmunum eigenda Drangavíkur sem réttlætt geti aðild þeirra að málinu. Í úrskurðinum er meðal annars bent á að fjarlægð frá framkvæmdum sé talin í kílómetrum og fyrirhugaðar framkvæmdir, sem tekist sé á um, séu óverulegar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu Vesturverks vegna málsins. 

Hér má sjá frétt Stöðvar 2 fyrir tveimur árum um skiptar skoðanir íbúa hreppsins til virkjunarinnar:


Tengdar fréttir

Telur einfalt að hliðra til vegna steingervinga

Náttúrufræðistofnun hyggst eftir helgi rannsaka fullyrðingar andstæðinga Hvalárvirkjunar um að friðaðir steingervingar séu á framkvæmdasvæði virkjunarinnar.

Kröfu landeigenda á Seljanesi hafnað

Samgönguráðuneytið hefur hafnað kröfu hluta landeigenda Seljaness í Árneshreppi um að ákvörðun Vegagerðarinnar um að fela Vesturverki veghald Ófeigsfjarðarvegar yrði felld úr gildi.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,44
8
20.516
SYN
0,87
10
87.538
KVIKA
0,75
29
431.957
REGINN
0,68
3
16.500
SVN
0,45
21
87.385

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
-1,85
11
59.252
ICESEA
-1,85
6
13.772
MAREL
-1,71
26
345.126
SIMINN
-1,63
60
367.415
LEQ
-1,6
1
729
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.