Viðskipti innlent

Gylfi gefur Herði Ægissyni falleinkunn

Jakob Bjarnar skrifar
Ritstjóri Markaðar Fréttablaðsins tekinn á beinið af Gylfa Magnússyni sem segir að hann hefði fengið falleinkunn í kúrsi hjá sér.
Ritstjóri Markaðar Fréttablaðsins tekinn á beinið af Gylfa Magnússyni sem segir að hann hefði fengið falleinkunn í kúrsi hjá sér.

Gylfi Magnússon dósent í viðskiptafræði og fyrrverandi fjármálaráðherra gefur Herði Ægissyni viðskiptaritstjóra Fréttablaðsins falleinkunn fyrir nýjasta pistil hans sem birtist í blaðinu í dag undir yfirskriftinni „Hófleg krafa“.

„Nei sko. Dettur ekki inn á borð fjármálakennarans skemmtilegt dæmi um villur sem hægt er að gera til að fá falleinkunn á prófi,“ segir Gylfi vægðarlaus á Facebooksíðu sinni.

Gylfi segir að það séu reyndar tvær villur að finna í pistli Harðar sem séu ávísun á fall í fræðunum.

Greiddur reikingur glatað fé. Menn hafa pistil Harðar í flimtingum á Facebooksíðu Gylfa.

„Sú fyrri er að gera eigi sömu kröfu til ávöxtunar eigin fjár óháð eiginfjárhlutfalli og þar með áhættu eigenda. Sú frumlega villa felur í sér þann skilning að það sé ekkert samhengi milli ávöxtunarkröfu og áhættu. Að vogun skipti engu máli.“

Þá snýr kennarinn sér að seinni villu Harðar sem snýr að því að teljast megi sóun að fjármagna fyrirtæki með of miklu eigin fé.

„Það er reyndar ekki jafnfrumleg villa, þetta var t.d. algengt sjónarmið í aðdraganda hrunsins og raunar ein af skýringum þess. Þetta er auðvitað rangt, í þessu felst ekki sóun í neinum skilningi. Þetta þýðir einfaldlega að áhættan af rekstrinum er borin í ríkari mæli af eigendum en öðrum kröfuhöfum - í grundvallaratriðum þannig að tapsáhætta og hagnaðarvon er á sömu hendi. Þegar banki er rekinn með litlu eigin fé er hagnaðarvonin á einni hendi en tapsáhættan að mestu annars staðar. Það er ekki gott fyrirkomulag, við höfum prófað það!“ segir Gylfi.

Samkvæmt þessu má gera ráð fyrir því að pistill Harðar verði jafnvel tekinn upp sem kennslugagn í viðskiptafræðinni í Háskóla Íslands og þá sem dæmi um það hvernig ekki eigi að leggja þetta upp.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
4,14
29
788.349
FESTI
2,49
19
795.994
SYN
2,03
5
84.336
MAREL
1,84
31
1.221.491
HEIMA
1,45
5
12.357

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-1,17
6
110.665
TM
-0,74
7
117.685
SJOVA
-0,71
5
55.817
ORIGO
-0,66
1
105
EIM
-0,6
6
41.667
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.