CNBC gerir sér mat úr Domino's á Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. janúar 2020 10:50 Íslendingar eru sólgnir í Domino's Pizzur, ólíkt öðrum Norðurlandaþjóðum. Skjáskot Velgengni Domino's Pizza á Íslandi er í aðalhlutverki í nýrri umfjöllun bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNBC. Árangurinn þykir sérstaklega áhugaverður í ljósi þess að skyndibitakeðjan hefur ekki riðið feitum hesti frá starfsemi sinni annars staðar á Norðurlöndunum. Þrátt fyrir að sala Domino's á Íslandi hafi dregist saman á síðasta ári, sem rakið er til ytri aðstæðna í hagkerfinu, hefur salan hér á landi verið langt um meiri á hvert útibú en í Skandinavíu. Vandræði Domino's hafa verið hvað mest í Danmörku þar sem keðjan fór fram á gjaldþrotaskipti á síðasta ári, eftir afhjúpanir þarlendra fjölmiðla um rottugang og óhreinindi á sölustöðum hennar. CNBC rekur vandræði Domino's í Norður-Evrópu til ýmissa þátta; matarhefða í Skandinavíu, vantrausts í garð útlenskra stórfyrirtækja, sterkra innlendra skyndibitakeðja, hás launakostnaðar, fárra heimsendinga og dálæti Norðmanna á frosnum pizzum. Eins og greint var frá fyrra hyggjast breskir eigendur Domino‘s Pizza Group, sem rekur m.a. útibúin á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð, losa sig við reksturinn. Þeir sögðust hreinlega ekki vera „besti eigandi þessara fyrirtækja“ og leita því kaupanda. Ekki er vitað hvort reksturinn verður hlutaður niður, íslenski anginn seldur sér t.d., eða hvort nýir eigendur muni kaupa allan pakkann. Líklegast þykir að Bandaríkjamenn eða Ástralir taki við rekstri Domino's í Norður-Evrópu, eða heimamenn sem þekkja markaðina betur. Hér að neðan má sjá fyrrnefnda umfjöllun CNBC. Veitingastaðir Tengdar fréttir Í sterkri stöðu eftir söluna á Domino's Eyja fjárfestingafélag, sem er í eigu hjónanna Birgis Þórs Bieltvedt og Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur, var með 3 milljarða króna eigið fé í lok síðasta árs. 23. október 2019 06:15 Eigendur Domino's hyggjast yfirgefa Ísland Domino's Pizza Group, breska félagið sem rekur Domino's á Íslandi, hyggst selja rekstur sinn í löndum utan Bretlands, þar á meðal á Íslandi. 17. október 2019 11:01 Reksturinn á Íslandi gengur sinn vanagang Rekstur Domino's á Íslandi mun áfram ganga sinn vanagang þrátt fyrir fyrirhugaða sölu Domino's Pizza Group, eiganda Domino's á Íslandi, á rekstrinum. 17. október 2019 12:42 Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Velgengni Domino's Pizza á Íslandi er í aðalhlutverki í nýrri umfjöllun bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNBC. Árangurinn þykir sérstaklega áhugaverður í ljósi þess að skyndibitakeðjan hefur ekki riðið feitum hesti frá starfsemi sinni annars staðar á Norðurlöndunum. Þrátt fyrir að sala Domino's á Íslandi hafi dregist saman á síðasta ári, sem rakið er til ytri aðstæðna í hagkerfinu, hefur salan hér á landi verið langt um meiri á hvert útibú en í Skandinavíu. Vandræði Domino's hafa verið hvað mest í Danmörku þar sem keðjan fór fram á gjaldþrotaskipti á síðasta ári, eftir afhjúpanir þarlendra fjölmiðla um rottugang og óhreinindi á sölustöðum hennar. CNBC rekur vandræði Domino's í Norður-Evrópu til ýmissa þátta; matarhefða í Skandinavíu, vantrausts í garð útlenskra stórfyrirtækja, sterkra innlendra skyndibitakeðja, hás launakostnaðar, fárra heimsendinga og dálæti Norðmanna á frosnum pizzum. Eins og greint var frá fyrra hyggjast breskir eigendur Domino‘s Pizza Group, sem rekur m.a. útibúin á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð, losa sig við reksturinn. Þeir sögðust hreinlega ekki vera „besti eigandi þessara fyrirtækja“ og leita því kaupanda. Ekki er vitað hvort reksturinn verður hlutaður niður, íslenski anginn seldur sér t.d., eða hvort nýir eigendur muni kaupa allan pakkann. Líklegast þykir að Bandaríkjamenn eða Ástralir taki við rekstri Domino's í Norður-Evrópu, eða heimamenn sem þekkja markaðina betur. Hér að neðan má sjá fyrrnefnda umfjöllun CNBC.
Veitingastaðir Tengdar fréttir Í sterkri stöðu eftir söluna á Domino's Eyja fjárfestingafélag, sem er í eigu hjónanna Birgis Þórs Bieltvedt og Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur, var með 3 milljarða króna eigið fé í lok síðasta árs. 23. október 2019 06:15 Eigendur Domino's hyggjast yfirgefa Ísland Domino's Pizza Group, breska félagið sem rekur Domino's á Íslandi, hyggst selja rekstur sinn í löndum utan Bretlands, þar á meðal á Íslandi. 17. október 2019 11:01 Reksturinn á Íslandi gengur sinn vanagang Rekstur Domino's á Íslandi mun áfram ganga sinn vanagang þrátt fyrir fyrirhugaða sölu Domino's Pizza Group, eiganda Domino's á Íslandi, á rekstrinum. 17. október 2019 12:42 Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Í sterkri stöðu eftir söluna á Domino's Eyja fjárfestingafélag, sem er í eigu hjónanna Birgis Þórs Bieltvedt og Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur, var með 3 milljarða króna eigið fé í lok síðasta árs. 23. október 2019 06:15
Eigendur Domino's hyggjast yfirgefa Ísland Domino's Pizza Group, breska félagið sem rekur Domino's á Íslandi, hyggst selja rekstur sinn í löndum utan Bretlands, þar á meðal á Íslandi. 17. október 2019 11:01
Reksturinn á Íslandi gengur sinn vanagang Rekstur Domino's á Íslandi mun áfram ganga sinn vanagang þrátt fyrir fyrirhugaða sölu Domino's Pizza Group, eiganda Domino's á Íslandi, á rekstrinum. 17. október 2019 12:42
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent