Viðskipti innlent

Kynntu nýtt tæki á einni stærstu tækniráðstefnu heims

Samúel Karl Ólason skrifar
Ólafur Bogason, framkvæmdarstjóri Genki Instruments, í bás fyrirtækisins á CES 2020.
Ólafur Bogason, framkvæmdarstjóri Genki Instruments, í bás fyrirtækisins á CES 2020.

Íslenska fyrirtækið Genki Instruments kynnti nýtt tæki á tækniráðstefnunni Consumer Electronics Show í Las Vegas á dögunum en CES er ein stærsta ráðstefnan af þessu tagi í heiminum. Hið nýja tæki kallast Halo og er hringur sem gerir notendum kleift að stýra glærum og kynningum á nýjan máta.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að Halo hafi meðal annars verið notað til að stýra kynningum á lokadegi Startup Reykjavík í fyrra og að allir fyrirlesarar UT Messunnar muni gera það einnig.

Rafhlaða Halo endist í allt að 24 tíma og slekkur hann sjálfur á sér þegar hann er ekki í notkun og hámarkar þannig notagildi hverrar hleðslu.

„Með Halo erum við að endurhugsa grunnhönnun og virkni glærubendla. Undanfarna áratugi hafa þeir lítið breyst og hönnun þeirra staðnað; nokkurs konar sjónvarpsfjarstýring með ótal tæknimöguleikum sem fæstir þurfa á að halda,“ segir Ólafur Bogason, framkvæmdarstjóri Genki Instruments í tilkynningunni.

Hönnun og virkni Halo einblínir á það sem skiptir fyrirlesara virkilega máli, gerir þeim kleift að tjá sig betur og án þess að hafa áhyggjur af tækninni.Sem hringur á vísifingri er hann einungis til staðar þegar þú þarft á honum að halda en , einungis þegar þú þarft á honum að halda án þess að hann taki yfir hendurnar á þér.“

Tækið virkar með öllum helstu kynningarforritum og segir í tilkynningunni að ekki þurfi sérstakt forrit til að nota Halo. Hann hefur allt að 10 metra drægni og tengist tölvum með Bluetooth LE tækni.Rafhlaða Halo endist í allt að 24 tíma og slekkur hann sjálfur á sér þegar hann er ekki í notkun og hámarkar þannig notagildi hverrar hleðslu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
5,75
11
3.998
SJOVA
2,5
3
14.200
KVIKA
2,22
16
226.078
BRIM
1,49
5
59.231
ARION
1,26
3
50.701

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
-2,97
7
62.426
HAGA
-2,04
4
115.400
EIK
-1,7
3
25.988
REGINN
-0,88
7
127.901
MAREL
-0,87
4
649
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.