Viðskipti erlent

Rannsaka Tesla-bíla sem taka af stað að sjálfsdáðum

Kjartan Kjartansson skrifar
Tesla Model S-bifreiðar eru á meðal þeirra sem eru sagðar hafa gefið skyndilega í og rekist á hluti.
Tesla Model S-bifreiðar eru á meðal þeirra sem eru sagðar hafa gefið skyndilega í og rekist á hluti. AP/Christophe Ena

Bandarísk yfirvöld rannsaka nú kvartanir um að Tesla-bifreiðar hafi skyndilega tekið af stað og rekist á allt frá pálmatrjám og veggjum til kyrrstæðra bíla og brunahana. Á annað hundrað kvartanir hafa borist umferðaröryggisyfirvöldum.

Washington Post segir að 52 hafi slasast í tilvikum þar sem Tesla-bílar virðast hafa gefið sjálfar í og rekist á hluti. Einni kvörtun fylgdi mynd af Tesla Model S-bifreið sem hafði ekið í gegnum vegg á íbúðarhúsi eftir að eigandinn reyndi að leggja honum í bílskúr.

Ekki áttu öll atvikin sér stað þegar verið var að leggja bíl eða hann var kyrrstæður. Vitni að tíu bíla árekstri á hraðbraut í Oregon-ríki segir að Tesla Model 3 sem ekið var á miklum hraða hafi virst „stjórnlaus“.

Rannsókn umferðaröryggisstofnunarinnar NHTSA beinist að Model S, Model 3 og Model X sem framleiddir voru á árunum 2012 til 2019. Tesla svaraði ekki fyrirspurn Washington Post vegna kvartananna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.