Fleiri fréttir

Stýrivextir halda áfram að lækka

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3%.

Gervigreind mun gerbreyta atvinnulífinu

Gervigreind mun hafa gríðarlegar breytingar á atvinnulífinu í för með sér. Þetta segir Guðmundur Hafsteinsson, sem gegndi formennsku í stýrihópi um mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland og var yfirmaður vöruþróunar á Google Assistant.

Claire til BBA/Fjeldco

Enski lögmaðurinn Claire Broomhead, sem hefur undanfarin ár verið eigandi hjá LOGOS og starfað á skrifstofu lögmannsstofunnar í London, hefur gengið til liðs við BBA/Fjeldco sem eigandi.

Keyptu í Marel fyrir 1.350 milljónir

Erlendir fjárfestingarsjóðir, sem komu fyrst inn í hluthafahóp Marels í útboði í júní, bættu við sig um 2,3 milljónum hluta að nafnverði í félaginu í síðasta mánuði, eða fyrir um 1.350 milljónir króna miðað við núverandi gengi bréfa Marels.

Jón og Kolbeinn vilja fara í stjórn Símans

Útlit fyrir átök um stjórnarsæti í Símanum. Stoðir tefla fram Jóni Sigurðssyni og þá mun Kolbeinn Árnason lögmaður sækjast eftir stuðningi til að koma nýr inn í stjórn.

Markaðurinn krefst fleiri fjárfesta

Stórir einkafjárfestar segja að fleiri fjárfesta vanti inn á markaðinn og meira fjármagn þurfi að vera í virkri stýringu. Fari Kauphöllin í vísitölu MSCI mun það hafa jákvæð áhrif á virkni markaðarins.

Play hefur sig til flugs til sex áfangastaða í vetur

Forstjóri Play, nýs lággjaldaflugfélags, segir eigið fé ríkulegt og að hugað hafi verið að loftlagsmálum við val á flugvélum. Play hefur sig til flugs í vetur, fyrst um sinn með tvær flugvélar.

Juul hunsaði vísbendingar um að unglingar ánetjuðust rafrettum

Rafrettuframleiðandinn íhugaði í upphafi að hafa sjálfvirka viðvörun eða stoppara í rafrettur þegar notendur væru búnir að neyta ákveðins magns nikótíns en aldrei varð neitt af því. Juul virðist hafa hunsað viðvaranir um að unglingar gætu ánetjast rafrettum þess.

Ein frægasta kappakstursbraut heims seld

Indianapolis-brautin er elsta varanlega kappakstursbraut í heimi. Roger Penske, einn frægasti liðsstjóri í sögu akstursíþrótta, festi kaup á brautinni og mótaröð sem er kennd við hana í gær.

Skúli hlakkar til að fara út í heim að leika

Skúli Mogensen, stofnandi og fyrrverandi forstjóri WOW air, dáist að þrautsegju fyrrverandi samstarfsfólks hjá WOW air sem kynnti flugfélagið Play til leiks á blaðamannafundi í Perlunni í dag.

Play kynnt til leiks

Nýtt íslenskt flugfélag mun hefja sig til flugs á næstu mánuðum.

Minnka plastið um 85 prósent

Arna, laktósafría mjólkurvinnslan í Bolungarvík, hefur kynnt til leiks nýjar umhverfisvænni umbúðir fyrir þykku ab mjólk sína.

WAB air verður Play

Aðstandendur nýs, íslensks flugfélags boðuðu til blaðamannafundar í Perlu í dag þar sem þau kynntu áform sín.

Vilja rækta papaja og mangó í Ölfusi

Fjárfestar stefna að því að reisa allt að fimm hundruð þúsund fermetra gróðurhús hér á landi. Formaður Félags garðyrkjubænda og einn aðstandenda félagsins segir hugmyndina að Ísland verði matvælaland heimsins. Háð orkuverði hvort verkefnið sé raunhæft.

Boðað til blaðamannafundar hjá WAB

Boðað hefur verið til blaðamannafundar í fyrramálið af forsvarsmönnum flugfélagsins sem kallast WAB, eða We Are Back, og byggir á grunni WOW air.

Ómar Úlfur gerður að dagskrárstjóra X-977

Ekki hefur verið starfandi dagskrárstjóri á stöðinni undanfarin ár en skipun Ómars er til komin til að skerpa á stefnu og framtíðarsýn stöðvarinnar, samkvæmt tilkynningu.

Og eftir stóðu tvö

Eftir áratugastarfsemi hefur bakaríinu á Fálkagötu 18 verið skellt í lás.

Kaupir hlutafé í Alvotech

Fjárfestingafélagið Yas Holding hefur gert samkomulag við Alvotech um kaup á nýju hlutafé og samstarfssamning um þróun, framleiðslu og sölu líftæknilyfja.

Þungt hljóð í íbúum að Gerplustræti

Kaupendur íbúða að Gerplustræti 2 í Mosfellsbæ segja ferlið hafa reynst þeim afar erfitt. Þeir hafa verið hvattir til að ljúka afsalsgreiðslu áður en seljandinn fer í þrott og að sætta sig við engar bætur.

Nýtt viðskiptaráð eflir tengsl Rússa og Íslendinga

viðskipti Efnt var til stofnfundar Rússnesk-íslensks viðskiptaráðs í sendiráði Rússlands í gær. Markmiðið er að styrkja góð tengsl landanna á sviðum viðskipta, stjórnmála, menntunar og menningar.

„Við viljum ekki vera þau sem eyðilögðu Airwaves“

Iceland Airwaves hefst næstkomandi miðvikudag og stendur fram á laugardag. Sena Live heldur nú utan um hátíðina að öllu leyti í annað sinn og segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdstjóri Senu Live, undirbúning hafa gengið vel.

Elsa nýr fram­kvæmda­stjóri Pírata

Elsa Kristjánsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Pírata. Hún tekur við starfinu af Erlu Hlynsdóttur og hefur störf þann 1. febrúar næstkomandi.

Sjá næstu 50 fréttir