Viðskipti innlent

Tómas Már ráðinn forstjóri HS Orku

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Tómas Már mun taka við starfi forstjóra HS Orku frá og með næstu áramótum.
Tómas Már mun taka við starfi forstjóra HS Orku frá og með næstu áramótum. aðsend
Tómas Már Sigurðsson hefur verið ráðinn forstjóri HS Orku. Þetta segir í yfirlýsingu frá félaginu. Tómas mun taka við starfinu frá og með næstu áramótum og tekur við af Finni Beck, starfandi forstjóra.Ásgeir Margeirsson gegndi starfi forstjóra HS Orku þar til í lok ágúst þessa árs. Finnur tók aðeins tímabundið við sem forstjóri fyrirtækisins.Tómas starfaði sem forstjóri Alcoa á Íslandi, í Evrópu og Mið-Austurlöndum en árið 2014 tók hann við stöðu aðstoðarforstjóra fyrir Alcoa Corporation. Þar áður starfaði Tómas sem framkvæmdarstjóri tæknisviðs hjá Norðuráli.„Það er mér mikil ánægja að ganga til liðs við HS Orku. Fyrirtækið hefur verið frumkvöðull í jarðhitanýtingu auk margs konar nýsköpun og þróun henni tengdri, líkt og Auðlindagarður HS Orku ber vitni um, en hann er einstakur á heimsvísu og til marks um það hvernig hægt er að nýta auðlindir með sjálfbærum hætti, samfélaginu og umhverfinu til heilla. Þau tækifæri sem blasa við HS Orku eru afar spennandi og ég hlakka til að vinna að þeim með því afburðarfólki sem hjá fyrirtækinu starfa,“ segir Tómas í yfirlýsingunni.


Tengdar fréttir

Tómas ráðinn framkvæmdastjóri álframleiðslu Alcoa

Tóm­as Már Sig­urðsson, for­stjóri Alcoa í Evr­ópu og Mið-Aust­ur­lönd­un­um, hefur verið ráðinn fram­kvæmda­stjóri álfram­leiðslu Alcoa á heimsvísu. Hann mun sjá um daglegan rekstur á framleiðslu álvera Alcoa um allan heim og báxítframleiðslu fyrirtækisins.

Tómas Már með rekstur Alcoa í Mið-Austurlöndum

Tómas Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Alcoa-Fjarðaráls og núverandi forstjóri Alcoa í Evrópu, mun nú verða einnig ábyrgur fyrir rekstri Alcoa í Mið-Austurlöndum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
4,76
1
154
BRIM
1,82
7
315.738
REITIR
0,56
2
17.880
SJOVA
0,25
3
4.814
ORIGO
0,16
1
23

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-7,61
7
473
LEQ
-1,51
1
2.387
MAREL
-1,27
5
168.910
SYN
-0,41
1
244
ICESEA
0
1
18
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.