Þungt hljóð í íbúum að Gerplustræti Birgir Olgeirsson skrifar 2. nóvember 2019 22:20 Kaupendur íbúða að Gerplustræti 2 í Mosfellsbæ segja ferlið hafa reynst þeim afar erfitt. Þeir hafa verið hvattir til að ljúka afsalsgreiðslu áður en seljandinn fer í þrott og að sætta sig við engar bætur. Afhenda átti einhverjar íbúðir í Gerplustræti 2 í apríl í fyrra. Kaupendum var tilkynnt með bréfi nýverið að þær yrðu tilbúnar til afhendingar fyrir helgi. Félagið sem hefur haldið utan um framkvæmdirnar er Gerplustræti 2 - 4 ehf. en það stefnir nú í þrot. Í bréfi sem kaupendum barst frá Ásgeiri Kolbeinssyni, stjórnarformanni félagsins, í vikunni kom fram að tafirnar hafi orðið eftir að verktakinn sem sá um að reisa húsið varð gjaldþrota síðastliðið vor. Þá höfðu framkvæmdirnar verið stopp í nokkra mánuði. Í bréfinu til kaupenda kemur fram að heildarframkvæmdakostnaðurinn sé rúmum 300 milljónum hærri en gert var ráð fyrir og þá sé ekki búið að taka tillit til aukins vaxtakostnaðar vegna tafa við verkið. Ásgeir er á meðal þeirra sem eiga hlut í Gerplustræti 2 - 4 í gegnum félagið Burður Invest. Sturla Sighvatsson var stjórnarformaður félagsins en sagði sig úr stjórn eftir að Ásgeir hafði tekið þar sæti 31. júlí síðastliðinn. Situr Ásgeir einn í stjórninni í dag. Hafa allar íbúðir utan einnar hafa verið seldar. Ásgeir segir í bréfi til kaupenda að fjárhagsstaða félagsins sé svo slæm að þó allar íbúðir verði greiddar upp í topp þá dugi það ekki til greiðslu áhvílandi skulda. Í bréfinu hvetur Ásgeir kaupendur til að ljúka við kaup sín og fá afsal útgefið svo hann geti með góðri samvisku gefið félagið upp til gjaldþrotaskipta. Annars sé raunveruleg hætta á að kaupendur tapi þeim fjármunum sem þeir hafa þegar greitt vegna kaupanna. Kaupendur sem fréttastofa heyrði í báðust undan viðtölum í dag. Þeir voru auðheyranlega ósáttir við stöðuna, ferlið hefði reynst þeim afar íþyngjandi og þeir læsu ekki annað en dulda hótun í bréfinu sem þeim barst frá félaginu. Í bréfinu kemur fram að þeir þurfi að sætta sig við að fá engar bætur vegna þeirra tafa sem hafa orðið. Í bréfi Ásgeirs er tekið fram að ekki verði betur séð en að töluverð verðhækkun hafi átt sér stað á eignunum frá því kaupsamningar voru gerðir, að jafnaði sé þar um að ræða um 50 þúsund krónur á hvern fermetra. Ásgeir vildi ekki veita viðtal í dag þegar eftir því var leitað. Hann sagði við fréttastofu RÚV í gær að verið væri að undirbúa málshöfðun á hendur Sturlu Sighvatssyni því skoðun á bókhaldinu hafi ekki verið jákvæð. Húsnæðismál Mosfellsbær Tengdar fréttir Sturla keypti blokk á Ásbrú Fjármagnaði kaupin með 50 ára láni frá Íbúðalánasjóði fyrir óhagnaðardrifin leigufélög. Nýtti sér sína eigin uppskrift frá Heimavöllum. 17. október 2019 08:00 Íbúar flytja inn í Gerplustræti einu og hálfu ári á eftir áætlun Fólk sem keypti íbúðir í Gerplustræti 2-4 í byrjun árs 2018 getur loks flutt inn á næstunni. Afhenda átti í apríl í fyrra. 11. október 2019 08:30 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Kaupendur íbúða að Gerplustræti 2 í Mosfellsbæ segja ferlið hafa reynst þeim afar erfitt. Þeir hafa verið hvattir til að ljúka afsalsgreiðslu áður en seljandinn fer í þrott og að sætta sig við engar bætur. Afhenda átti einhverjar íbúðir í Gerplustræti 2 í apríl í fyrra. Kaupendum var tilkynnt með bréfi nýverið að þær yrðu tilbúnar til afhendingar fyrir helgi. Félagið sem hefur haldið utan um framkvæmdirnar er Gerplustræti 2 - 4 ehf. en það stefnir nú í þrot. Í bréfi sem kaupendum barst frá Ásgeiri Kolbeinssyni, stjórnarformanni félagsins, í vikunni kom fram að tafirnar hafi orðið eftir að verktakinn sem sá um að reisa húsið varð gjaldþrota síðastliðið vor. Þá höfðu framkvæmdirnar verið stopp í nokkra mánuði. Í bréfinu til kaupenda kemur fram að heildarframkvæmdakostnaðurinn sé rúmum 300 milljónum hærri en gert var ráð fyrir og þá sé ekki búið að taka tillit til aukins vaxtakostnaðar vegna tafa við verkið. Ásgeir er á meðal þeirra sem eiga hlut í Gerplustræti 2 - 4 í gegnum félagið Burður Invest. Sturla Sighvatsson var stjórnarformaður félagsins en sagði sig úr stjórn eftir að Ásgeir hafði tekið þar sæti 31. júlí síðastliðinn. Situr Ásgeir einn í stjórninni í dag. Hafa allar íbúðir utan einnar hafa verið seldar. Ásgeir segir í bréfi til kaupenda að fjárhagsstaða félagsins sé svo slæm að þó allar íbúðir verði greiddar upp í topp þá dugi það ekki til greiðslu áhvílandi skulda. Í bréfinu hvetur Ásgeir kaupendur til að ljúka við kaup sín og fá afsal útgefið svo hann geti með góðri samvisku gefið félagið upp til gjaldþrotaskipta. Annars sé raunveruleg hætta á að kaupendur tapi þeim fjármunum sem þeir hafa þegar greitt vegna kaupanna. Kaupendur sem fréttastofa heyrði í báðust undan viðtölum í dag. Þeir voru auðheyranlega ósáttir við stöðuna, ferlið hefði reynst þeim afar íþyngjandi og þeir læsu ekki annað en dulda hótun í bréfinu sem þeim barst frá félaginu. Í bréfinu kemur fram að þeir þurfi að sætta sig við að fá engar bætur vegna þeirra tafa sem hafa orðið. Í bréfi Ásgeirs er tekið fram að ekki verði betur séð en að töluverð verðhækkun hafi átt sér stað á eignunum frá því kaupsamningar voru gerðir, að jafnaði sé þar um að ræða um 50 þúsund krónur á hvern fermetra. Ásgeir vildi ekki veita viðtal í dag þegar eftir því var leitað. Hann sagði við fréttastofu RÚV í gær að verið væri að undirbúa málshöfðun á hendur Sturlu Sighvatssyni því skoðun á bókhaldinu hafi ekki verið jákvæð.
Húsnæðismál Mosfellsbær Tengdar fréttir Sturla keypti blokk á Ásbrú Fjármagnaði kaupin með 50 ára láni frá Íbúðalánasjóði fyrir óhagnaðardrifin leigufélög. Nýtti sér sína eigin uppskrift frá Heimavöllum. 17. október 2019 08:00 Íbúar flytja inn í Gerplustræti einu og hálfu ári á eftir áætlun Fólk sem keypti íbúðir í Gerplustræti 2-4 í byrjun árs 2018 getur loks flutt inn á næstunni. Afhenda átti í apríl í fyrra. 11. október 2019 08:30 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Sturla keypti blokk á Ásbrú Fjármagnaði kaupin með 50 ára láni frá Íbúðalánasjóði fyrir óhagnaðardrifin leigufélög. Nýtti sér sína eigin uppskrift frá Heimavöllum. 17. október 2019 08:00
Íbúar flytja inn í Gerplustræti einu og hálfu ári á eftir áætlun Fólk sem keypti íbúðir í Gerplustræti 2-4 í byrjun árs 2018 getur loks flutt inn á næstunni. Afhenda átti í apríl í fyrra. 11. október 2019 08:30