Viðskipti innlent

Kaupir hlutafé í Alvotech

Hörður Ægisson skrifar
Alvotech þróar og framleiðir líftæknilyf sem eru notuð eru við erfiðum sjúkdómum eins og gigt, psoriasis og krabbameini.
Alvotech þróar og framleiðir líftæknilyf sem eru notuð eru við erfiðum sjúkdómum eins og gigt, psoriasis og krabbameini. Alvotech
Fjárfestingafélagið Yas Holding hefur gert samkomulag við Alvotech um kaup á nýju hlutafé og samstarfssamning um þróun, framleiðslu og sölu líftæknilyfja.

Virði samkomulagsins er um 5,3 milljarðar króna (45 milljónir Bandaríkjadala) og felur í sér að Yas fái markaðsleyfi fyrir þrjú líftæknilyf sem eru í þróun hjá Alvotech og verða markaðssett á næstu árum.

YAS verður jafnframt eigandi að 2,5% hlut í fyrirtækinu. YAS Holding er alþjóðlegur fjárfestingasjóður með höfuðstöðvar í Abú Dabí og bætist nú í hóp hluthafa Alvotech.

Núverandi fjárfestingar YAS nema um 87 milljörðum króna, tekjur fyrirtækisins eru um 250 milljarðar króna á ári og þar starfa um 5.000 starfsmenn. Fyrirtækið mun markaðssetja lyf Alvotech í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku með samstarfsfyrirtækjum sínum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×