Nýtt viðskiptaráð eflir tengsl Rússa og Íslendinga 2. nóvember 2019 11:00 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og Anton V. Vasiliev, sendiherra Rússlands. fréttablaðið/anton brink Efnt var til stofnfundar Rússnesk-íslensks viðskiptaráðs í sendiráði Rússlands í gær. Markmiðið er að styrkja góð tengsl landanna á sviðum viðskipta, stjórnmála, menntunar og menningar. Utanríkisráðherra Íslands, Guðlaugur Þór Þórðarson, og sendiherra Rússlands á Íslandi, Anton V. Vasilíev, tóku þátt í stofnfundinum í gær ásamt stjórn og stofnendum ráðsins. Um fjörutíu fyrirtæki í sjávarútvegi og sjávarútvegstækni, matvælaframleiðslu, nýsköpun og ferðaþjónustu, standa að stofnun ráðsins. Bæði er um að ræða fyrirtæki með langa viðskiptasögu í Rússlandi sem og fyrirtæki sem eru nú að hasla sér völl í landinu. Í stjórn viðskiptaráðsins eru Ari Edwald, forstjóri MS, Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, Tanya Zharov lögfræðingur, Baldvin Johnsen, 3X Skaginn, Bergur Guðmundsson, Marel, Þorvarður Guðlaugsson, Icelandair, og Natalia Yukhnovskaya, Icelandic Smoked Cod Liver. Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir er framkvæmdastjóri ráðsins en hún leiðir alþjóðlegu viðskiptaráðin hjá Viðskiptaráði Íslands. Ari Edwald, nýkjörinn formaður ráðsins, segist finna mikinn áhuga fyrirtækja til samvinnu í markaðssókn á rússneska markaði. „Umsvifin eru það mikil að það er full þörf á að styðja við aukin viðskipti ríkjanna. Við vonumst eftir því að að endingu verði viðskiptin enn liprari en þau eru í dag. Vinátta þjóðanna hefur eflst undanfarin ár og áhugi á samstarfstækifærum er meiri en fyrr,“ segir hann. Að sögn Ara verður fyrsti viðburður ráðsins haldinn í Moskvu 26. nóvember þar sem íslensk fyrirtæki verða kynnt. Viðburðurinn er hluti af dagskrá viðskiptasendinefndar sem utanríkisráðherra leiðir í tengslum við opinbera heimsókn til Moskvu í lok þessa mánaðar. david@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Rússland Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Efnt var til stofnfundar Rússnesk-íslensks viðskiptaráðs í sendiráði Rússlands í gær. Markmiðið er að styrkja góð tengsl landanna á sviðum viðskipta, stjórnmála, menntunar og menningar. Utanríkisráðherra Íslands, Guðlaugur Þór Þórðarson, og sendiherra Rússlands á Íslandi, Anton V. Vasilíev, tóku þátt í stofnfundinum í gær ásamt stjórn og stofnendum ráðsins. Um fjörutíu fyrirtæki í sjávarútvegi og sjávarútvegstækni, matvælaframleiðslu, nýsköpun og ferðaþjónustu, standa að stofnun ráðsins. Bæði er um að ræða fyrirtæki með langa viðskiptasögu í Rússlandi sem og fyrirtæki sem eru nú að hasla sér völl í landinu. Í stjórn viðskiptaráðsins eru Ari Edwald, forstjóri MS, Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, Tanya Zharov lögfræðingur, Baldvin Johnsen, 3X Skaginn, Bergur Guðmundsson, Marel, Þorvarður Guðlaugsson, Icelandair, og Natalia Yukhnovskaya, Icelandic Smoked Cod Liver. Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir er framkvæmdastjóri ráðsins en hún leiðir alþjóðlegu viðskiptaráðin hjá Viðskiptaráði Íslands. Ari Edwald, nýkjörinn formaður ráðsins, segist finna mikinn áhuga fyrirtækja til samvinnu í markaðssókn á rússneska markaði. „Umsvifin eru það mikil að það er full þörf á að styðja við aukin viðskipti ríkjanna. Við vonumst eftir því að að endingu verði viðskiptin enn liprari en þau eru í dag. Vinátta þjóðanna hefur eflst undanfarin ár og áhugi á samstarfstækifærum er meiri en fyrr,“ segir hann. Að sögn Ara verður fyrsti viðburður ráðsins haldinn í Moskvu 26. nóvember þar sem íslensk fyrirtæki verða kynnt. Viðburðurinn er hluti af dagskrá viðskiptasendinefndar sem utanríkisráðherra leiðir í tengslum við opinbera heimsókn til Moskvu í lok þessa mánaðar. david@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Rússland Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira