Viðskipti innlent

Hlutabréfamarkaðir á Norðurlöndum liggja niðri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Engin viðskipti eiga sér stað með hlutabréf í Kauphöllinni í augnablikinu.
Engin viðskipti eiga sér stað með hlutabréf í Kauphöllinni í augnablikinu. Fréttablaðið/Stefán
Hlutabréfamarkaðir Nasdaq á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum liggja niðri vegna tæknilegrar bilunar. Viðskiptablaðið greinir frá og hefur eftir Magnúsi Harðarsyni, forstjóra Kauphallarinnar, að unnið sé hörðum höndum að því að koma öllu í lag.

Um alls átta kauphallir er að ræða, og bæði aðalmarkað og First North. Skuldabréfamarkaðir eru þó enn opnir.

Uppfært klukkan 11:42

Viðskipti á hlutabréfamörkuðum voru stöðvuð kl. 10.03. Stefnan er sett á 10 mínútna uppboð kl. 11:50 að íslenskum tíma. Samfelld viðskipti hefjast klukkan 12:00, segir í tilkynningu frá Kauphöllinni.

Uppfært klukkan 13:25

Vegna áframhaldandi tæknilegra örðugleika voru hlutabréfamarkaðir stöðvaðir á ný hjá Nasdaq á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum.

Enn er unnið hörðum höndum að því að leysa málið og við munum veita upplýsingar eins fljótt og hægt er. Opið er fyrir viðskipti á skuldabréfamörkuðum, segir í tilkynningu frá Kauphöllinni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×