Viðskipti erlent

Ein frægasta kappakstursbraut heims seld

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá Indy 500-kappakstrinum í maí. Fremstur í flokki fer Simon Pagenaud, ökumaður Penske, sem hrósaði sigri.
Frá Indy 500-kappakstrinum í maí. Fremstur í flokki fer Simon Pagenaud, ökumaður Penske, sem hrósaði sigri. AP/Darron Cummings

Roger Penske, einn þekktasti liðsstjóra og bíleigandi í sögu akstursíþrótta, hefur fest kaup á Indianapolis-kappakstursbrautinni í Indiana í Bandaríkjunum. Tilkynnt var um kaupin í gær en Penske keypti í leiðinni Indycar-kappakstursröðina.

Kappakstursbrautin í Indianapolis er sú elsta í heiminum, byggð árið 1909. Þar hefur Indy 500-kappaksturinn verið haldinn í rúma öld en í seinni tíð hefur einnig verið keppt þar í NASCAR. Til skamms tíma var haldið Formúlu 1-mót á hluta gömlu brautarinnar í Indianapolis en sú keppni lagðist af árið 2007.

Brautin hefur verið í eigu Hulman-fjölskyldunnar undanfarin 74 ár en Tony Hulman George, stjórnarformaður fjölskyldufyrirtækisins, mun áfram stýra rekstri hennar fyrir hönd Penske-fyrirtækisins. Kaupin ganga í gegn í byrjun næsta árs, að sögn AP-fréttastofunnar.

Penske er eitt þekktasta nafnið í sögu akstursíþrótta. Hann á meðal annars lið í Indycar-mótaröðinni, NASCAR og IMSA-sportbílakeppninni auk annars fyrirtækjareksturs í Bandaríkjunum.

Lið Penske hafa verið sigursæl í Indy 500-kappakstrinum. Hann hefur hrósað sigri þar átján sinnum, oftar en nokkur annar liðsstjóri og bíleigandi í Indycar. Ökumenn Penske hafa unnið keppnina tvö undanfarin ár. Sjálfur hefur Penske, sem er 82 ára gamall, stýrt keppnisáætlun ástralska ökumannsins Wills Power sem vann Indy 500 í fyrra.


Tengdar fréttir

Alonso ekki með í Indy 500

Tvöfaldi Formúlu 1 meistarinn datt út í tímatökum fyrir Indy 500 kappaksturinn sem fer fram næstu helgi.

Franchitti fagnaði sigri í Indy 500 | afdrifarík mistök hjá Sato

Skoski ökumaðurinn Dario Franchitti sigraði í Indy 500 kappakstrinum sem fram fór í Indianapolis í gær. Mótið er eitt það þekktasta í kappakstursíþróttinni og var þetta í 96. sinn sem keppnin fer fram. Franchitti þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum en þetta er í þriðja sinn sem hann vinnur þessa keppni.

Ótrúleg mistök á lokahring Indy-500 kappakstursins

Bandaríkjamaðurinn J.R. Hildebrand fór illa að ráði sínu í Indianapolis-500 kappakstrinum sem lfram fór í gær. Hinn 23 ára nýliði hafði gott forskot á keppinauta sína á lokahringnum þegar hann missti stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að hann keyrði á vegg.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
2,51
21
428.353
SYN
2,38
9
90.240
HAGA
1,75
10
95.153
EIK
1,22
13
157.475
REITIR
1,17
17
254.889

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-1,3
6
96.239
TM
-0,83
4
38.492
EIM
-0,78
9
100.273
ICESEA
-0,68
3
7.781
ICEAIR
-0,48
14
96.178
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.