Viðskipti innlent

Efnuðustu 5% Íslendinga eiga tæpan þriðjung eigna í landinu

Kjartan Kjartansson skrifar
Tiltölulega litlar breytingar hafa orðið á hlutdeild eignamestu Íslendinganna í heildareignum og tekjum landsmanna undanfarin ár.
Tiltölulega litlar breytingar hafa orðið á hlutdeild eignamestu Íslendinganna í heildareignum og tekjum landsmanna undanfarin ár. Vísir/Vilhelm

Heildareignir þeirra 5% framteljenda sem áttu mestar eignir við síðustu áramót námu rúmum tvö þúsund milljörðum króna, eða um 31,8% af heildareignum Íslendinga. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn um eignir og tekjur landsmanna í fyrra.

Logi Einarsson, þingmaður og formaður Samfylkingarinnar, bað Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, um tölfræði um eigið fé, heildareignir og tekjur þeirra Íslendinga sem mest áttu við lok síðasta árs.

Í svari ráðherra sem lagt var fram á Alþingi í dag kemur fram að eignahæsta 1% framteljenda hafi átt tæpa 844 milljarða króna eða um 12,8% heildareigna um áramótin. Auðugasta 0,1% átti tæplega 266 milljarða, um 4% heildareigna landsmanna.

Hlutdeild eignamestu 5% í heildareignum landsmanna hefur lítið breyst frá því skömmu fyrir hrun. Hæst var hlutdeildin árið 2007 þegar hún nam 33,1%. Eignirnar hafa aftur á móti tæplega tvöfaldast á þeim tíma. Frá árinu 1998 hefur hlutdeild efstu 5% hækkað um 3,7 prósentustig.

Litlar breytingar hafa einnig orðið á hlutdeild þeirra allra eignamestu í landinu undanfarin ár. Mest átti auðugasta 0,1% framteljenda 5,8% heildareigna í landinu árið 2007. Síðan þá hefur hlutfallið þokast hægt og bítandi niður á við.

Hlutdeild efnaðasta 1% hefur einnig lækkað úr 15,5% árið 2007 í 12,8% í fyrra. Til samanburðar var hlutdeild þess í heildareignum á bilinu 11-12% frá 1998 til 2005.

Þegar litið er til tekna tekjuhæsta hluta framteljenda að fjármagnstekjum meðtöldum voru tekjuhæstu 5% með 21,2% heildartekna í fyrra. Efsta 1% var með 7,9% teknanna og efsta 0,1% með 2,4% heildartekna. Það er verulegur samdráttur frá hruni. Þegar mest lét árið 2007 var tekjuhæsta 0,1% með 10,2% heildartekna í landinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
2,51
21
428.353
SYN
2,38
9
90.240
HAGA
1,75
10
95.153
EIK
1,22
13
157.475
REITIR
1,17
17
254.889

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-1,3
6
96.239
TM
-0,83
4
38.492
EIM
-0,78
9
100.273
ICESEA
-0,68
3
7.781
ICEAIR
-0,48
14
96.178
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.