Efnuðustu 5% Íslendinga eiga tæpan þriðjung eigna í landinu Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2019 21:12 Tiltölulega litlar breytingar hafa orðið á hlutdeild eignamestu Íslendinganna í heildareignum og tekjum landsmanna undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Heildareignir þeirra 5% framteljenda sem áttu mestar eignir við síðustu áramót námu rúmum tvö þúsund milljörðum króna, eða um 31,8% af heildareignum Íslendinga. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn um eignir og tekjur landsmanna í fyrra. Logi Einarsson, þingmaður og formaður Samfylkingarinnar, bað Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, um tölfræði um eigið fé, heildareignir og tekjur þeirra Íslendinga sem mest áttu við lok síðasta árs. Í svari ráðherra sem lagt var fram á Alþingi í dag kemur fram að eignahæsta 1% framteljenda hafi átt tæpa 844 milljarða króna eða um 12,8% heildareigna um áramótin. Auðugasta 0,1% átti tæplega 266 milljarða, um 4% heildareigna landsmanna. Hlutdeild eignamestu 5% í heildareignum landsmanna hefur lítið breyst frá því skömmu fyrir hrun. Hæst var hlutdeildin árið 2007 þegar hún nam 33,1%. Eignirnar hafa aftur á móti tæplega tvöfaldast á þeim tíma. Frá árinu 1998 hefur hlutdeild efstu 5% hækkað um 3,7 prósentustig. Litlar breytingar hafa einnig orðið á hlutdeild þeirra allra eignamestu í landinu undanfarin ár. Mest átti auðugasta 0,1% framteljenda 5,8% heildareigna í landinu árið 2007. Síðan þá hefur hlutfallið þokast hægt og bítandi niður á við. Hlutdeild efnaðasta 1% hefur einnig lækkað úr 15,5% árið 2007 í 12,8% í fyrra. Til samanburðar var hlutdeild þess í heildareignum á bilinu 11-12% frá 1998 til 2005. Þegar litið er til tekna tekjuhæsta hluta framteljenda að fjármagnstekjum meðtöldum voru tekjuhæstu 5% með 21,2% heildartekna í fyrra. Efsta 1% var með 7,9% teknanna og efsta 0,1% með 2,4% heildartekna. Það er verulegur samdráttur frá hruni. Þegar mest lét árið 2007 var tekjuhæsta 0,1% með 10,2% heildartekna í landinu. Alþingi Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Heildareignir þeirra 5% framteljenda sem áttu mestar eignir við síðustu áramót námu rúmum tvö þúsund milljörðum króna, eða um 31,8% af heildareignum Íslendinga. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn um eignir og tekjur landsmanna í fyrra. Logi Einarsson, þingmaður og formaður Samfylkingarinnar, bað Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, um tölfræði um eigið fé, heildareignir og tekjur þeirra Íslendinga sem mest áttu við lok síðasta árs. Í svari ráðherra sem lagt var fram á Alþingi í dag kemur fram að eignahæsta 1% framteljenda hafi átt tæpa 844 milljarða króna eða um 12,8% heildareigna um áramótin. Auðugasta 0,1% átti tæplega 266 milljarða, um 4% heildareigna landsmanna. Hlutdeild eignamestu 5% í heildareignum landsmanna hefur lítið breyst frá því skömmu fyrir hrun. Hæst var hlutdeildin árið 2007 þegar hún nam 33,1%. Eignirnar hafa aftur á móti tæplega tvöfaldast á þeim tíma. Frá árinu 1998 hefur hlutdeild efstu 5% hækkað um 3,7 prósentustig. Litlar breytingar hafa einnig orðið á hlutdeild þeirra allra eignamestu í landinu undanfarin ár. Mest átti auðugasta 0,1% framteljenda 5,8% heildareigna í landinu árið 2007. Síðan þá hefur hlutfallið þokast hægt og bítandi niður á við. Hlutdeild efnaðasta 1% hefur einnig lækkað úr 15,5% árið 2007 í 12,8% í fyrra. Til samanburðar var hlutdeild þess í heildareignum á bilinu 11-12% frá 1998 til 2005. Þegar litið er til tekna tekjuhæsta hluta framteljenda að fjármagnstekjum meðtöldum voru tekjuhæstu 5% með 21,2% heildartekna í fyrra. Efsta 1% var með 7,9% teknanna og efsta 0,1% með 2,4% heildartekna. Það er verulegur samdráttur frá hruni. Þegar mest lét árið 2007 var tekjuhæsta 0,1% með 10,2% heildartekna í landinu.
Alþingi Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira