Viðskipti innlent

Framkvæmdastjóri Smáralindar hættir

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sturla G. Eðvarðsson hefur starfað sem framkvæmdastjóri Smáralindar síðan 2010.
Sturla G. Eðvarðsson hefur starfað sem framkvæmdastjóri Smáralindar síðan 2010.

Sturla G. Eðvarðsson framkvæmdastjóri Smáralindar hefur óskað eftir að láta af störfum. Gert hefur verið samkomulag um starfslok hans. Þá hættir hann einnig í framkvæmdastjórn Regins fasteignafélags, sem á og rekur Smáralind. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Regin.

Sturla hefur starfað sem framkvæmdastjóri Smáralindar frá 2010. Hann lætur af störfum frá og með deginum í dag, 1. nóvember 2019.

Í tilkynningu þakkar Reginn Sturlu fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og óskar honum velfarnaðar. Ekkert kemur fram í tilkynningu um það hver verði eftirmaður Sturlu.

Ekki náðist í Helga S. Gunnarsson, forstjóra Regins, við vinnslu fréttarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
5,4
10
48.688
SIMINN
2,7
13
449.612
HEIMA
2,61
4
332.526
ARION
2,49
27
524.765
SKEL
1,9
9
378.437

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-3,21
12
51.146
EIM
-3,01
37
189.495
ICESEA
-1,08
6
33.044
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.