Viðskipti innlent

Ómar Úlfur gerður að dagskrárstjóra X-977

Samúel Karl Ólason skrifar
Dagskrárgerðarmaðurinn Ómar Úlfur Eyþórsson var á dögunum gerður dagskrárstjóri X-977.
Dagskrárgerðarmaðurinn Ómar Úlfur Eyþórsson var á dögunum gerður dagskrárstjóri X-977.

Dagskrárgerðarmaðurinn Ómar Úlfur Eyþórsson var á dögunum gerður dagskrárstjóri X-977. Ekki hefur verið starfandi dagskrárstjóri á stöðinni undanfarin ár en skipun Ómars er til komin til að skerpa á stefnu og framtíðarsýn stöðvarinnar, samkvæmt tilkynningu.

Ómar Úlfur mun sinna starfinu samhliða dagskrárgerð á stöðinni eins og verið hefur.

Í áðurnefndri tilkynningu er haft eftir Ómari að engar meiriháttar stefnubreytingar séu í farvatninu en þó megi alltaf efla X-977 sem hafi verið í mikilli sókn undanfarið. Það verði gert í nánu samstarfi við íslenskt tónlistarfólk og tónlistarbransann í heild sinni.

„Hlustunartölur sýna að nægur áhugi er á útvarpi og dagskrárefni ýmiskonar og verður gaman að efla það enn frekar með því hæfileikaríka fólki sem starfar á stöðinni.“

Vísir er í eigu Sýnar sem á X-ið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
5,4
10
48.688
SIMINN
2,7
13
449.612
HEIMA
2,61
4
332.526
ARION
2,49
27
524.765
SKEL
1,9
9
378.437

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-3,21
12
51.146
EIM
-3,01
37
189.495
ICESEA
-1,08
6
33.044
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.