Fleiri fréttir

Skammtastökk til betrunar

Innreið skammtatölvunnar mun snerta daglegt líf allra. Vísindamönnum hefur tekist að þróa helstu grunnstoð hennar úr silíkoni. Fjarlægur draumur er skyndilega innan seilingar.

Vilja fá fulltrúa sinn í stjórn VÍS

Hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Þórðarson hafa óskað eftir aukahluthafafundi í VÍS þar sem kosið verði um nýja stjórn félagsins.

Fullyrðir að raforkusamningur sé í höfn

Forstjóri Thorsil segir samninga liggja fyrir milli Thorsil og heildsala raforku um afhendingu 87 MW raforku. Ekki er gefið upp hvaðan orkan eigi að koma. Hvorki Landsvirkjun né Orkuveita Reykjavíkur segjast tryggja Thorsil raforku.

Framkvæmdastjóri Mílu fékk að kaupa en starfsmenn ekki

Framkvæmdastjóri Mílu keypti hlut í Símanum á gengi sem starfsmönnum Mílu býðst ekki. Óánægja er meðal starfsmanna Mílu með að fá ekki kauprétti. Eftirlitsnefnd Samkeppniseftirlitsins er með kaupin til skoðunar.

Bankastjóri Arion banka segir gagnrýnina skiljanlega

Rúmlega sex hundruð tuttugu og tveggja milljóna króna velta var með hlutabréf Símans á fyrsta degi félagsins á markaði. Forstjórar bæði Símans og Arion banka segjast sáttir við hvernig staðið var að málum.

Tálknafjörður með meiri fiskveiðikvóta en í fyrra

Flaggskip Tálknfirðinga, Kópur BA, hefur verið selt til Nesfisks í Garði ásamt 1.200 tonna aflaheimildum. Þetta þýðir að fiskvinnsla hættir á Tálknafirði en 60 starfsmönnum Þórsbergs var sagt upp.

Dohop gefur miða til Marokkó

Dohop hefur ákveðið að mæta ekki á World Travel Awards í stað þess fær heppinn ferðalangur að njóta lífsins í Marokkó.

Búast við 25 prósenta hækkun fasteignaverðs

Íslandsbanki spáir því að húsnæðisverð hækki um fjórðung til ársloka 2017. Þá verði fasteignaverð hærra að raungildi en árið 2005. Fylgjast þurfi vel með fasteignaverði í miðbænum.

Millilandaflug ekki bæði í Keflavík og Hvassahrauni

„Eins og staðan er núna er ég mjög efins um að það sé raunhæfur möguleiki,“ segir Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, um áform um að byggja nýjan alþjóðaflugvöll við Hvassahraun.

Sjá næstu 50 fréttir