Endurútreikningar Landsbankans á gengisláni til Atlantsolíu löglegir Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. október 2015 17:10 Landsbankinn braut ekki gegn Atlantsolíu. vísir/hari Hæstiréttur komst í dag að þeirri niðurstöðu að Landsbanka Íslands hefði verið heimilt að krefja Atlantsolíu um viðbótargreiðslu vegna þess vaxtamunar sem hlaust af því að gengistryggt lán bar vexti samkvæmt lögum um ákvæðum laga um vexti og verðtryggingu en ekki umsamda vexti. Málið sneri að því hvort nógu lítill aðstöðumunur hafi verið á milli fyrirtækisins og bankans til að bankinn geti krafið Atlantsolíu um viðbótarvexti af þremur gengistryggðum lánum teknum árið 2007. Tvö lánanna hafði Atlantsolía greitt upp að fullu og taldi fyrirtækið að það ætti rétt á endurgreiðslu frá bankanum vegna þeirra. Fyrirtækið er enn skuldari vegna eins láns og fór fram á að eftirstöðvar þess yrðu lækkaðar í tæpar 300 milljónir. Samanlagt námu lánin 1.213 milljón krónum. Málið var fyrst flutt fyrir Hæstarétti 10. september en endurflutt að beiðni réttarins þann 1. október þar sem dómurum var fjölgað úr þremur í fimm.Aðstöðumunurinn milli bankans og fyrirtækisins ekki nægur Atlantsolía hélt því fram að greiðsluseðlar vegna afborganna hefðu falið í sér fullnaðarkvittanir Landsbankans sem með útgáfu þeirra hefði hefði firrt sig rétti til að krefjast frekari greiðslu vaxta fyrir liðna tíð. Snérist ágreiningur aðila því í aðalatriðum um hvort fullnægt væri skilyrðum til að víkja frá þeirri meginreglu íslensks réttar að kröfuhafi, sem við efndir kröfu sinnar hefur fengið minna greitt en honum bar, eigi rétt til greiðslu þess sem á vantar. „Við mat á áhrifum fullnaðarkvittana verður hér sem endranær að hafa hliðsjón af stöðu samningsaðila í skuldarsambandinu og skiptir þá máli hvort skuldari er annars vegar einstaklingur, lítið fyrirtæki með takmörkuð umsvif eða fámennt sveitarfélag eða hins vegar stórt fyrirtæki með veruleg umsvif,“ segir í dómi Hæstaréttar. Það var mat dómsins að Atlantsolía teldist stórt fyrirtæki og aðstöðumunur þess og bankans svo lítill að ekki yrði svo litið á að viðbótarkrafa Landsbankan myndi valda röskun á fjárhagslegri stöðu Atlantolíu að jafna megi til þess óhagræðis sem einstaklingur eða lítið fyrirtæki yrði fyrir vegna óvæntrar kröfu um verulega viðbótargreiðslu. Var Landsbankinn því sýknaður.Kemur til með að hafa áhrif á önnur fyrirtæki Einn dómari skilaði sératkvæði í málunum og vildi fallast á kröfur Atlantsolíu. Sagði hann að þó Atlantsolía teldist stórt fyrirtæki á íslenskan mælikvarða þá lægi ekkert fyrir sem benti til þess að starfsmenn þess byggju yfir sérþekkingu og fjármálastarfsemi á fjölþjóðlegum vettvangi. „Verður starfsemi áfrýjanda, sem felst í innflutningi og sölu eldsneytis á smásölumarkaði, ekki jafnað til starfsemi stefnda og þeirrar þekkingar sem fjármálafyrirtæki búa að öðru jöfnu ein yfir. Var því fyrir hendi augljós aðstöðumunur milli lánveitanda og lántaka í viðskiptum þeirra. […] Einnig liggur fyrir að skilmálar lánsins voru samkvæmt einhliða ákvörðun lánveitanda og stöðluðum skilmálum hans hvað slík lán varðar án þess að áfrýjandi hafi ráðið þar nokkru sem máli skiptir,” segir í sératkvæðinu. Í tilkynningu frá Félagi atvinnurekenda er málið var endurflutt sagði að niðurstaða dómsins kæmi til með að vera fordæmi í öðrum málum hjá íslenskum fyrirtækjum. „Verði Atlantsolía talið of stórt fyrirtæki til að það fái viðbótarvextina endurgreidda getur það haft í för með sér tuga milljarða útgjöld fyrir íslensk fyrirtæki sem að mati bankanna eru nógu stór til að teljast ekki í aðstöðumun gagnvart þeim. Forsvarsmenn fjölda fyrirtækja bíða þess í ofvæni að sjá hvar og hvernig Hæstiréttur dragi línuna um skilgreiningu á fyrirtækjum sem fullnaðarkvittanareglan gildir ekki um.“ Tengdar fréttir Tugir milljarða í húfi í Hæstarétti í dag Ágreiningur um gengislán Atlantsolíu hjá Landsbankanum gæti orðið fordæmisgefandi fyrir fjölmörg fyrirtæki. 1. október 2015 10:10 Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Hæstiréttur komst í dag að þeirri niðurstöðu að Landsbanka Íslands hefði verið heimilt að krefja Atlantsolíu um viðbótargreiðslu vegna þess vaxtamunar sem hlaust af því að gengistryggt lán bar vexti samkvæmt lögum um ákvæðum laga um vexti og verðtryggingu en ekki umsamda vexti. Málið sneri að því hvort nógu lítill aðstöðumunur hafi verið á milli fyrirtækisins og bankans til að bankinn geti krafið Atlantsolíu um viðbótarvexti af þremur gengistryggðum lánum teknum árið 2007. Tvö lánanna hafði Atlantsolía greitt upp að fullu og taldi fyrirtækið að það ætti rétt á endurgreiðslu frá bankanum vegna þeirra. Fyrirtækið er enn skuldari vegna eins láns og fór fram á að eftirstöðvar þess yrðu lækkaðar í tæpar 300 milljónir. Samanlagt námu lánin 1.213 milljón krónum. Málið var fyrst flutt fyrir Hæstarétti 10. september en endurflutt að beiðni réttarins þann 1. október þar sem dómurum var fjölgað úr þremur í fimm.Aðstöðumunurinn milli bankans og fyrirtækisins ekki nægur Atlantsolía hélt því fram að greiðsluseðlar vegna afborganna hefðu falið í sér fullnaðarkvittanir Landsbankans sem með útgáfu þeirra hefði hefði firrt sig rétti til að krefjast frekari greiðslu vaxta fyrir liðna tíð. Snérist ágreiningur aðila því í aðalatriðum um hvort fullnægt væri skilyrðum til að víkja frá þeirri meginreglu íslensks réttar að kröfuhafi, sem við efndir kröfu sinnar hefur fengið minna greitt en honum bar, eigi rétt til greiðslu þess sem á vantar. „Við mat á áhrifum fullnaðarkvittana verður hér sem endranær að hafa hliðsjón af stöðu samningsaðila í skuldarsambandinu og skiptir þá máli hvort skuldari er annars vegar einstaklingur, lítið fyrirtæki með takmörkuð umsvif eða fámennt sveitarfélag eða hins vegar stórt fyrirtæki með veruleg umsvif,“ segir í dómi Hæstaréttar. Það var mat dómsins að Atlantsolía teldist stórt fyrirtæki og aðstöðumunur þess og bankans svo lítill að ekki yrði svo litið á að viðbótarkrafa Landsbankan myndi valda röskun á fjárhagslegri stöðu Atlantolíu að jafna megi til þess óhagræðis sem einstaklingur eða lítið fyrirtæki yrði fyrir vegna óvæntrar kröfu um verulega viðbótargreiðslu. Var Landsbankinn því sýknaður.Kemur til með að hafa áhrif á önnur fyrirtæki Einn dómari skilaði sératkvæði í málunum og vildi fallast á kröfur Atlantsolíu. Sagði hann að þó Atlantsolía teldist stórt fyrirtæki á íslenskan mælikvarða þá lægi ekkert fyrir sem benti til þess að starfsmenn þess byggju yfir sérþekkingu og fjármálastarfsemi á fjölþjóðlegum vettvangi. „Verður starfsemi áfrýjanda, sem felst í innflutningi og sölu eldsneytis á smásölumarkaði, ekki jafnað til starfsemi stefnda og þeirrar þekkingar sem fjármálafyrirtæki búa að öðru jöfnu ein yfir. Var því fyrir hendi augljós aðstöðumunur milli lánveitanda og lántaka í viðskiptum þeirra. […] Einnig liggur fyrir að skilmálar lánsins voru samkvæmt einhliða ákvörðun lánveitanda og stöðluðum skilmálum hans hvað slík lán varðar án þess að áfrýjandi hafi ráðið þar nokkru sem máli skiptir,” segir í sératkvæðinu. Í tilkynningu frá Félagi atvinnurekenda er málið var endurflutt sagði að niðurstaða dómsins kæmi til með að vera fordæmi í öðrum málum hjá íslenskum fyrirtækjum. „Verði Atlantsolía talið of stórt fyrirtæki til að það fái viðbótarvextina endurgreidda getur það haft í för með sér tuga milljarða útgjöld fyrir íslensk fyrirtæki sem að mati bankanna eru nógu stór til að teljast ekki í aðstöðumun gagnvart þeim. Forsvarsmenn fjölda fyrirtækja bíða þess í ofvæni að sjá hvar og hvernig Hæstiréttur dragi línuna um skilgreiningu á fyrirtækjum sem fullnaðarkvittanareglan gildir ekki um.“
Tengdar fréttir Tugir milljarða í húfi í Hæstarétti í dag Ágreiningur um gengislán Atlantsolíu hjá Landsbankanum gæti orðið fordæmisgefandi fyrir fjölmörg fyrirtæki. 1. október 2015 10:10 Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Tugir milljarða í húfi í Hæstarétti í dag Ágreiningur um gengislán Atlantsolíu hjá Landsbankanum gæti orðið fordæmisgefandi fyrir fjölmörg fyrirtæki. 1. október 2015 10:10
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent