Vilja fá fulltrúa sinn í stjórn VÍS Ingvar Haraldsson skrifar 17. október 2015 07:00 Sigrún Ragna Ólafsdóttir hringdi VÍS inn í Kauphöllina árið 2013. Mikil hreyfing hefur verið á hlutabréfum í félaginu að undanförnu. vísir/valli Hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Þórðarson hafa óskað eftir aukahluthafafundi í VÍS þar sem kosið verði um nýja stjórn félagsins. SNV Holding og Hedda eignarhaldsfélag ehf., sem eru bæði í eigu hjónanna, hafa aukið við eignarhlut sinn um 2,8 prósent á síðustu dögum og eiga nú 5,05 prósent í VÍS. Eigendur 5 prósenta hlutar í VÍS geta kallað eftir hluthafafundi í félaginu. Guðmundur segir þau munu sækjast eftir stjórnarmanni í stjórn VÍS á hluthafafundinum. „Við vorum að bæta við okkur hlut og höfum áhuga á að koma að stjórn félagsins,“ segir hann. Þá séu bara fjórir stjórnarmenn í VÍS en Steinar Þór Guðgeirsson lögmaður hætti í stjórninni í ágúst. „Það er alveg eðlilegt að það séu fimm í stjórn í svona stóru félagi,“ segir Guðmundur. Talsverð hreyfing hefur verið á hlutabréfum á síðustu dögum. Kvika, sem áður hét MP banki, hefur aukið við eignarhlut sinn í VÍS um 4,4 prósent í þessum mánuði og á nú 6,2 prósent í félaginu. Auk þess kom fram í flöggunartilkynningu til Kauphallar Íslands að Arion banki hefði selt 1,5 prósenta hlut í VÍS og ætti nú undir 5 prósenta hlut í félaginu. Yfirleitt er kosið um stjórn félaga á aðalfundi en síðasti aðalfundur VÍS fór fram þann 12. mars. Þá urðu breytingar á stjórn VÍS í kjölfar þess að Hallbjörn Karlsson fjárfestir gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarformennsku í félaginu. Maríanna Jónasdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu skattamála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, dró einnig framboð sitt til stjórnarsetu til baka. Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Þórðarson hafa óskað eftir aukahluthafafundi í VÍS þar sem kosið verði um nýja stjórn félagsins. SNV Holding og Hedda eignarhaldsfélag ehf., sem eru bæði í eigu hjónanna, hafa aukið við eignarhlut sinn um 2,8 prósent á síðustu dögum og eiga nú 5,05 prósent í VÍS. Eigendur 5 prósenta hlutar í VÍS geta kallað eftir hluthafafundi í félaginu. Guðmundur segir þau munu sækjast eftir stjórnarmanni í stjórn VÍS á hluthafafundinum. „Við vorum að bæta við okkur hlut og höfum áhuga á að koma að stjórn félagsins,“ segir hann. Þá séu bara fjórir stjórnarmenn í VÍS en Steinar Þór Guðgeirsson lögmaður hætti í stjórninni í ágúst. „Það er alveg eðlilegt að það séu fimm í stjórn í svona stóru félagi,“ segir Guðmundur. Talsverð hreyfing hefur verið á hlutabréfum á síðustu dögum. Kvika, sem áður hét MP banki, hefur aukið við eignarhlut sinn í VÍS um 4,4 prósent í þessum mánuði og á nú 6,2 prósent í félaginu. Auk þess kom fram í flöggunartilkynningu til Kauphallar Íslands að Arion banki hefði selt 1,5 prósenta hlut í VÍS og ætti nú undir 5 prósenta hlut í félaginu. Yfirleitt er kosið um stjórn félaga á aðalfundi en síðasti aðalfundur VÍS fór fram þann 12. mars. Þá urðu breytingar á stjórn VÍS í kjölfar þess að Hallbjörn Karlsson fjárfestir gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarformennsku í félaginu. Maríanna Jónasdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu skattamála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, dró einnig framboð sitt til stjórnarsetu til baka.
Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira