Viðskipti innlent

Sala farsíma jókst um 42,3% í september

Sæunn Gísladóttir skrifar
Verð á öllum raftækjum fer lækkandi milli ára.
Verð á öllum raftækjum fer lækkandi milli ára. Vísir/Sammi
Sala farsíma í september jókst um 42,3% miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í frétt hjá Rannsóknasetri verslunarinnar.

Velta í sölu á tölvum minnkaði um 1,2% í september á breytilegu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra. Sala minni raftækja, svokallaðra brúnvara, jókst um 24,7% á breytilegu verðlagi en sala stærri raftækja, svokallaðra hvítvara, jókst um 15,8% á milli ára. Verð á öllum raftækjum fer lækkandi. Þannig var verð á stórum raftækjum 12,2% lægra en fyrir 12 mánuðum síðan og á litlum raftækjum var verðið 11,7% lægra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×