Viðskipti innlent

Dohop gefur miða til Marokkó

Sæunn Gísladóttir skrifar
Heppinn ferðalangur mun vinna ferð til El-Jadida í Marokkó og gista á lúxushóteli í 5 daga.
Heppinn ferðalangur mun vinna ferð til El-Jadida í Marokkó og gista á lúxushóteli í 5 daga. Vísir/EPA
Íslenski flugleitarvefurinn Dohop gefur miða til Marokkó. Fyrirtækið hefur verið tilnefnt til World Travel Awards verðlaunanna sem besti flugleitarvefur heims þriðja árið í röð. Verðlaunahátíðin verður haldin í El-Jadida, Marokkó þann 12. desember og hefur Dohop ákveðið að mæta ekki á hátíðina. Þess í stað leitar nú fyrirtækið að heppnum ferðalangi til að fara á hátiðina fyrir sína hönd. Á síðasta ári vann Dohop titilinn og sendi þá þýska lögreglukonu til eyjunnar Anguilla til að taka á móti verðlaununum. Þetta kemur fram í tilkynningu.

„Velgengni okkar er fyrst og fremst notendum okkar að þakka. Okkur finnst því frábært að nýta þetta tækifæri til þess að gleðja einn þeirra og vonandi taka á móti verðlaunum fyrir okkar hönd," segir Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop.

Vinningshafinn mun njóta lífsins á lúxushótelinu Pullman Mazagan Royal Golf & Spa í 5 daga í boði Dohop. Til að eiga möguleika á því að vinna þurfa þáttakendur að taka sjálfsmynd (“selfí”), merkja hana með #DohopAward15 og deila á samfélagsmiðlunum Instagram, Facebook, eða Twitter.

Nánar er fjallað um leitina hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×