Í fjórða sinn sem Arion selur vildarviðskiptavinum fyrir skráningu Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. október 2015 22:32 Arion banki hefur fjórum sinnum selt hlutabréf á lægra gengi stuttu áður en félag er skráð á markað. Bankinn gerði þetta í tilviki Haga, Eikar, Reita og nú í tilviki Símans. Mikil ónægja er með þá ákvörðun Arion banka að selja stóran hlut í Símanum, til forstjóra fyrirtækisins og fjárfestahóps sem hann setti saman og til valinna vildarviðskiptavina Arion banka, á lægra gengi nokkrum vikum fyrir skráningu félagsins. Salan á hlutabréfunum átti sér stað á sjö vikna tímabili í aðdraganda almenns útboðs á bréfum í Símanum á mun lægra gengi en í almennu útboði. Hluturinn sem fjárfestahópurinn og vildarviðskiptavinirnir keyptu ávaxtaðist um rúmar 720 milljónir króna á þeim vikum sem liðu frá viðskiptum fram að skráningu. Talsverð heift hefur verið í umræðunni um málið. „Það ríkir mikil reiði í samfélaginu yfir mismunun sem veður hér uppi. Við höfum horft upp á yfirstjórn Arion banka færa fámennum hópi, klíku viðskiptavina, hundruð milljóna á silfurfati. (…)Það er óþolandi að slík mismunun skuli ganga í okkar litla samfélagi. Það er algerlega óþolandi. Það er fnykur í loftinu. Það er svona bankaskítafýla í loftinu sem er algerlega óþolandi,“ sagði Ásmundur Friðriksson um málið á Alþingi í vikunni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Arion banki selur hlutabréf í fyrirtækjum á lægra verði til valinna fjárfesta áður en viðkomandi fyrirtæki eru skráð á markað. Í febrúar 2011 seldi Arion banki 34 prósenta hlut í matvöruverslanakeðjunni Högum til hóps fagfjárfesta og lífeyrissjóða með þá Árna Hauksson og Hallbjörn Karlsson í broddi fylkingar á 4,1 milljarð króna á genginu 10 krónur á hlut en þegar Hagar voru skráðir á markað var byrjunargengi bréfanna 13,5 krónur á hlut. Arion banki gerði þetta líka í tilviki fasteignafélagsins Reita. Valinn hópur fjárfesta fékk að kaupa hlut í fyrirtækinu á lægra gengi nokkrum mánuðum áður en félagið var skráð á markað. Fjórða dæmi er svo fasteignafélagið Eik. Við sameiningu Landfesta og Eikar seldi Arion banki hluti í Eik um það bil ári fyrir skráningu félagsins á lægra gengi. Spyrja má, af hverju ætti bankinn ekki að gera þetta? Fyrsta lagi er ekkert ólöglegt við þetta, í öðru lagi var bankinn í umræddum tilvikum að selja bréf sem hann átti sjálfur og í þriðja lagi þekkist það víða í viðskiptalífinu að vildarviðskiptavinir njóti betri kjara. Af hverju ætti bankinn ekki að rækta samband við góða viðskiptavini sína og bjóða þeim betri kjör en öðrum ef hann hefur sjálfur beina fjárhagslega hagsmuni af því? Gagnrýnin virðist helst ganga út á að þetta sé ósanngjarnt en kannski undirstrikar þetta í hnotskurn þann aðstöðumun sem er ríkjandi á fjármálamarkaði á milli efnaðra viðskiptavina bankanna og annarra. Alþingi Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Arion banki hefur fjórum sinnum selt hlutabréf á lægra gengi stuttu áður en félag er skráð á markað. Bankinn gerði þetta í tilviki Haga, Eikar, Reita og nú í tilviki Símans. Mikil ónægja er með þá ákvörðun Arion banka að selja stóran hlut í Símanum, til forstjóra fyrirtækisins og fjárfestahóps sem hann setti saman og til valinna vildarviðskiptavina Arion banka, á lægra gengi nokkrum vikum fyrir skráningu félagsins. Salan á hlutabréfunum átti sér stað á sjö vikna tímabili í aðdraganda almenns útboðs á bréfum í Símanum á mun lægra gengi en í almennu útboði. Hluturinn sem fjárfestahópurinn og vildarviðskiptavinirnir keyptu ávaxtaðist um rúmar 720 milljónir króna á þeim vikum sem liðu frá viðskiptum fram að skráningu. Talsverð heift hefur verið í umræðunni um málið. „Það ríkir mikil reiði í samfélaginu yfir mismunun sem veður hér uppi. Við höfum horft upp á yfirstjórn Arion banka færa fámennum hópi, klíku viðskiptavina, hundruð milljóna á silfurfati. (…)Það er óþolandi að slík mismunun skuli ganga í okkar litla samfélagi. Það er algerlega óþolandi. Það er fnykur í loftinu. Það er svona bankaskítafýla í loftinu sem er algerlega óþolandi,“ sagði Ásmundur Friðriksson um málið á Alþingi í vikunni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Arion banki selur hlutabréf í fyrirtækjum á lægra verði til valinna fjárfesta áður en viðkomandi fyrirtæki eru skráð á markað. Í febrúar 2011 seldi Arion banki 34 prósenta hlut í matvöruverslanakeðjunni Högum til hóps fagfjárfesta og lífeyrissjóða með þá Árna Hauksson og Hallbjörn Karlsson í broddi fylkingar á 4,1 milljarð króna á genginu 10 krónur á hlut en þegar Hagar voru skráðir á markað var byrjunargengi bréfanna 13,5 krónur á hlut. Arion banki gerði þetta líka í tilviki fasteignafélagsins Reita. Valinn hópur fjárfesta fékk að kaupa hlut í fyrirtækinu á lægra gengi nokkrum mánuðum áður en félagið var skráð á markað. Fjórða dæmi er svo fasteignafélagið Eik. Við sameiningu Landfesta og Eikar seldi Arion banki hluti í Eik um það bil ári fyrir skráningu félagsins á lægra gengi. Spyrja má, af hverju ætti bankinn ekki að gera þetta? Fyrsta lagi er ekkert ólöglegt við þetta, í öðru lagi var bankinn í umræddum tilvikum að selja bréf sem hann átti sjálfur og í þriðja lagi þekkist það víða í viðskiptalífinu að vildarviðskiptavinir njóti betri kjara. Af hverju ætti bankinn ekki að rækta samband við góða viðskiptavini sína og bjóða þeim betri kjör en öðrum ef hann hefur sjálfur beina fjárhagslega hagsmuni af því? Gagnrýnin virðist helst ganga út á að þetta sé ósanngjarnt en kannski undirstrikar þetta í hnotskurn þann aðstöðumun sem er ríkjandi á fjármálamarkaði á milli efnaðra viðskiptavina bankanna og annarra.
Alþingi Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira