Viðskipti innlent

Svörtustu spár benda til allt að 475 milljarða hækkun skulda heimilanna

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Skuldir heimilanna gætu hækkað um allt að 475 milljarða.
Skuldir heimilanna gætu hækkað um allt að 475 milljarða. vísir/vilhelm
Samkvæmt svartsýnustu sviðsmyndum Samtaka atvinnulífsins gæti höfuðstóll verðtryggðra skulda heimilanna hækkað um allt að 475 milljarða króna til ársloka 2018. Þetta er niðurstaða SA sé gert ráð fyrir árlegri víxlverkun launahækkana mismunandi hópa á vinnumarkaði, þannig að almenni markaðurinn fái viðbótarhækkanir vegna kjarasamninga opinberra starfsmanna og þeir síðarnefndu fái launahækkanir í framhaldinu vegna launaþróunar á almennum vinnumarkaði. 

Sviðsmyndin gerir ráð fyrir að launahækkanir geti orðið á bilinu 45-50% til ársloka 2018. Verði gengi krónunnar haldið föstu gæti verðbólga orðið allt að 9% á tímabilinu, en ef gengi krónunnar sígur gæti verðbólga farið yfir 12% m.v. þessa sviðsmynd. Vaxtabyrði á 15 milljóna óverðtryggðu láni myndi hækka um 77 þúsund krónur á mánuði á tímabilinu.

Önnur sviðsmynd SA er öllu bjartsýnni en samkvæmt hennig gæti höfuðstóll verðtryggðra skulda heimilanna gæti hækkað um allt að 335 milljarða króna til ársloka 2018 samkvæmt nýrri sviðsmynd Samtaka atvinnulífsins en í henna er gert ráð fyrir að niðurstaða gerðardóms fyrir BHM og FÍH gangi yfir allan vinnumarkaðinn.

Slíkar hækkanir myndu nema um 30 prósenta hækkun kauptaxta frá ársbyrjun 2015 til ársloka 2018. Til viðbótar kemur launamyndun vegna starfaldurshækkana, starfsþróunar og fleira. Verði gengi krónunnar haldið föstu gæti verðbólga orðið allt að 6% á tímabilinu, en ef gengi krónunnar sígur gæti verðbólga farið upp í 9% og verðtryggðar skuldir heimilanna hækkað mikið á skömmum tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×