Fullyrðir að raforkusamningur sé í höfn Sveinn Arnarsson skrifar 16. október 2015 07:00 Ljóst er að frekari virkjunarframkvæmda er þörf ef allir aðilar í Helguvík eiga að fá næga raforku til framleiðslu sinnar. vísir/gva Thorsil hefur tryggt sér 87 MW raforku fyrir kísilmálmverksmiðju í Helguvík að sögn Hákonar Björnssonar, forstjóra Thorsil. Hvorki Landsvirkjun né Orkuveita Reykjavíkur ætla að útvega fyrirtækinu raforku. „Við erum búnir að tryggja okkur samning um 87 MW raforku fyrir verksmiðju okkar í Helguvík. Hvaðan það kemur get ég ekki upplýst um á þessu stigi málsins en það upplýsist fljótlega,“ segir Hákon. Nú þurfi aðeins samþykki Eftirlitsstofnunar EFTA á samningum. „Við erum að klára alla þætti fjármögnunar. Það hefur dregist vegna þess að raforkusamningar hafa ekki verið tryggðir fyrr en nú. Nú getum við því gengið hreint til verks.“ Hákon vildi hvorki gefa upp verð á raforku né hver seldi þeim orkuna. Í langan tíma hefur verið talað um að raforka sé að verða uppseld í landinu og því 87 MW torsótt nema frekari virkjanir líti dagsins ljós í náinni framtíð. Magnús Þór Gylfason, yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar, segir ekki liggja fyrir samning milli fyrirtækisins og Thorsil. „Að öðru leyti tjáum við okkur ekki venju samkvæmt um viðræður við einstaka aðila,“ segir í svari Magnúsar. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, neitar einnig að Thorsil fái raforku frá Orkuveitunni. Ásgeir Marteinsson, forstjóri HS Orku, vildi ekkert tjá sig við blaðamann um málið þegar eftir því var leitað. Sagðist hann ekkert hafa um málið að segja. Fjárhagsstaða Reykjanesbæjar er slæm. Skuldir sveitarfélagsins eru um 42 milljarðar króna og Reykjaneshöfn skuldar þar af um 7 milljarða. Að mati Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarstjóra í Reykjanesbæ, skiptir það höfuðmáli fyrir fjárhag sveitarfélagsins að uppbygging hefjist í Helguvík. „Ef ekkert gerist þá mun fjárhagsstjórn verða sett yfir fjármál sveitarfélagsins,“ segir Kjartan Már. „Það er mjög mikilvægt að raforka fáist inn á svæðið svo hægt sé að fara að fá arð af fjárfestingunni í Helguvík.“ Reykjaneshöfn fékk í gær frest kröfuhafa til að greiða afborgun lána að upphæð um 100 milljónir króna. Fresturinn er til 30. nóvember. Á sama tíma samþykkti stjórn Reykjaneshafnar beiðni Thorsil um að fresta greiðslu gatnagerðargjalda, vel á annað hundrað milljóna króna, til 15. desember. Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Sjá meira
Thorsil hefur tryggt sér 87 MW raforku fyrir kísilmálmverksmiðju í Helguvík að sögn Hákonar Björnssonar, forstjóra Thorsil. Hvorki Landsvirkjun né Orkuveita Reykjavíkur ætla að útvega fyrirtækinu raforku. „Við erum búnir að tryggja okkur samning um 87 MW raforku fyrir verksmiðju okkar í Helguvík. Hvaðan það kemur get ég ekki upplýst um á þessu stigi málsins en það upplýsist fljótlega,“ segir Hákon. Nú þurfi aðeins samþykki Eftirlitsstofnunar EFTA á samningum. „Við erum að klára alla þætti fjármögnunar. Það hefur dregist vegna þess að raforkusamningar hafa ekki verið tryggðir fyrr en nú. Nú getum við því gengið hreint til verks.“ Hákon vildi hvorki gefa upp verð á raforku né hver seldi þeim orkuna. Í langan tíma hefur verið talað um að raforka sé að verða uppseld í landinu og því 87 MW torsótt nema frekari virkjanir líti dagsins ljós í náinni framtíð. Magnús Þór Gylfason, yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar, segir ekki liggja fyrir samning milli fyrirtækisins og Thorsil. „Að öðru leyti tjáum við okkur ekki venju samkvæmt um viðræður við einstaka aðila,“ segir í svari Magnúsar. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, neitar einnig að Thorsil fái raforku frá Orkuveitunni. Ásgeir Marteinsson, forstjóri HS Orku, vildi ekkert tjá sig við blaðamann um málið þegar eftir því var leitað. Sagðist hann ekkert hafa um málið að segja. Fjárhagsstaða Reykjanesbæjar er slæm. Skuldir sveitarfélagsins eru um 42 milljarðar króna og Reykjaneshöfn skuldar þar af um 7 milljarða. Að mati Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarstjóra í Reykjanesbæ, skiptir það höfuðmáli fyrir fjárhag sveitarfélagsins að uppbygging hefjist í Helguvík. „Ef ekkert gerist þá mun fjárhagsstjórn verða sett yfir fjármál sveitarfélagsins,“ segir Kjartan Már. „Það er mjög mikilvægt að raforka fáist inn á svæðið svo hægt sé að fara að fá arð af fjárfestingunni í Helguvík.“ Reykjaneshöfn fékk í gær frest kröfuhafa til að greiða afborgun lána að upphæð um 100 milljónir króna. Fresturinn er til 30. nóvember. Á sama tíma samþykkti stjórn Reykjaneshafnar beiðni Thorsil um að fresta greiðslu gatnagerðargjalda, vel á annað hundrað milljóna króna, til 15. desember.
Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Sjá meira