Viðskipti innlent

Boða til stjórnarkosninga hjá VÍS

Sæunn Gísladóttir skrifar
Sigrún Ragna Ólafsdóttir er forstjóri VÍS.
Sigrún Ragna Ólafsdóttir er forstjóri VÍS. vísir/vilhelm
Stjórn Vátryggingafélags Íslands hf, VÍS, hefur boðað til hluthafafundar í félaginu þann 10. nóvember n.k. þar sem kosin verður stjórn. Þetta kemur fram í tilkynningu í Kauphöllinni.

Stjórn félagsins barst á dögunum bréf frá hluthöfunum SNV Holding ehf. og Heddu eignarhaldsfélagi ehf. sem samtals eiga 5,05% í VÍS. Þessi félög eru bæði í eigu Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur, sem var áður stór hluthafi í Skeljungi.

Í bréfinu er óskað eftir því að boðað verði til hluthafafundar þar sem kosið verði til stjórnar. Vegna þess að félögin ráða yfir meira en 5% hlutfjársins er skylda samkvæmt samþykktum VÍS að boða til fundar.

Venju samkvæmt er stjórn kosin á aðalfundi félagsins. Aðalfundur VÍS fór fram þann 12. mars síðastliðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×