Fleiri fréttir

"Þetta viðtal á að vera um peningastefnuna“

Nú þegar tæp fimm ár eru liðin frá falli bankanna höfum við enn takmarkaðar upplýsingar um tap ríkissjóðs vegna 500 milljóna evra lánveitingar til Kaupþings í miðju bankahruni. Seðlabankinn neitar enn að veita upplýsingar um símtal þáverandi seðlabankastjóra og forsætisráðherra þegar ákvörðun um lánið var tekin.

Atvinnuleysi minnkar um 1,3 prósentustig milli ára

Atvinnuleysi hefur dregist saman um 1,3 prósentustig frá því í júlí á síðasta ári og mældist nú 3,1 prósent í júlí síðastliðnum, samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Á sama tíma í fyrra mældist atvinnuleysi 4,4 prósent.

Seðlabankinn heldur vöxtum óbreyttum

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í morgun að halda vöxtum bankans óbreyttum en stýrivextir bankans standa nú í sex prósentum. Í uppfærðri spá sem birtist í ritinu Peningamál í morgun er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði tæplega tvö prósent, en það er svipað og spál var í maí.

Nýr leikur frá CCP

Tölvuleikjaframleiðandinn CCP tilkynnir í dag um útgáfu á nýjum tölvuleik EVE: Valkyrie. Leikurinn kemur út á næsta ári og byggir á nýrri tækni á sviði sýndarveruleika.

Kaupa, kaupa, kaupa!

Starfsmenn vogunarsjóðs voru æstir í að kaupa skuldabréf Glitnis banka þegar ljóst var að endurheimtur í þrotabú bankans voru betri en vonir stóðu til. Skyggnst er á bak við tjöldin í nýrri bók um íslenskt viðskiptalíf eftir hrun.

„Heimskulegar leiðir til að deyja“

Myndbandið hefur verið sótt yfir 56 milljón sinnum á Youtube. Myndbandið sýnir hvernig litlar ástralskar baunir deyja með því að haga sér með heimskulegum hætti.

Þjóðverjar viðurkenna Bitcoin

Þeir sem safna Bitcoin mynt munu ekki koma til með að þurfa að greiða skatt ef verðmæti gjaldmiðilins eykst við ávöxtun.

Hagnaður TM eykst um helming

Hagnaður Tryggingamiðstöðvarinnar hf.(TM) hefur aukist um 47 prósent frá því á sama tíma í fyrra, er segir í hálfs árs uppgjöri fyrirtækisins sem kom út í gær. Heildarhagnaður tímabilsins eftir skatta nam 1.191 milljón króna en var 811 milljónir króna fyrir sama tímabil árið 2012.

Útlán ÍLS dragast áfram saman

Eignum Íbúðalánasjóðs hefur fjölgað um 16% frá áramótum. 2.109 af 2.578 eignum hefur verið ráðstafað. Almenn útlán Íbúðalánasjóðs í júlí voru fimmtungi lægri en á sama tíma í fyrra.

Þarf að eyða öfluðum gögnum

Umboðsmanni skuldara var óheimilt að kalla eftir fjárhags- og skattupplýsingum foreldra ríflega tvítugrar konu sem sótt hafði greiðsluaðlögun hjá embættinu.

Dominos einn aðalstyrktaraðili enska boltans

"Það eru gríðarlega mörg tækifæri falin í þessu fyrir okkur og svo er þetta jákvæð tenging við eitthvað flottasta sjónvarpsefni sem sýnt er á Íslandi," segir Magnús Hafliðason, markaðsstjóri Dominios.

Raforkukostnaður heimila hefur aukist um allt land

Hækkun raforkuverðs á einu ári er mest hjá Orkubúi Vestfjarða samkvæmt nýrri samantekt Alþýðusambandsins. Flutnings- og dreifingarkostnaður er mestur hjá Rarik í þéttbýli og Orkusölunni.

Útlit fyrir að svartsýnustu hagvaxtarspár rætist

Útlit er fyrir að svartsýnustu spár um lítinn hagvöxt hér á landi rætist og hagvöxturinn verði rétt rúmlega eitt prósent. Lítill hagvöxtur skýrist meðal annars af samdrætti í útflutningi.

Miklar hömlur og óvissa fæla fjárfesta frá

Smæð markaðar, óöguð hagstjórn, fjarlægð frá öðrum mörkuðum, skattalöggjöf og pólitísk áhætta eru þess valdandi að Ísland er meðal þeirra landa heims þar sem hömlur á erlendri fjárfestingu eru hvað mestar.

Slá ryki í augu neytenda

„Menn vilja ekki upprunamerkja vörur sínar vegna þess að þeir vilja slá ryki í augu neytandans, það er ekkert flóknara en það,“ segir Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri Glófa, sem framleiðir útivistarfatnaðinn Varma.

Högnuðust um 2.683 milljónir

iHagnaður Bakkavarar Group á öðrum ársfjórðungi nam 14,3 milljónum sterlingspunda, eða sem svarar 2.683 milljónum króna. Hagnaðurinn er 258 prósentum meiri en á sama tíma í fyrra þegar félagið hagnaðist um fjórar milljónir punda, eða sem svarar 750 milljónum króna.

Spá hærri stýrivöxtum í haust

Greiningardeild Arion banka spáir að verðbólga fari upp í 4,5 prósent í október á þessu ári. Sérfræðingur hjá greiningardeildinni segir takmarkað hversu lengi Seðlabanki Íslands geti haldið stýrivöxtum óbreyttum.

Telja verðbólgu aukast í 4,3%

Tólf mánaða verðbólga fer í 4,3 prósent í mánuðinum gangi eftir ný spá Greiningar Íslandsbanka. Þá er verðbólga sögð í spilunum næstu mánuðina.

Sameinað undir einu merki

Öryggismiðstöðin hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Skaftfelli. Fyrirtækið verður sameinað Öryggismiðstöðinni.

Fyrsti kauphallarsjóðurinn síðan 2004

Viðskipti Kauphöllin (Nasdaq OMX Iceland) hefur tekið til viðskipta nýjan kauphallarsjóð sem rekinn er af Landsbréfum. Sjóðurinn, sem hefur auðkennið "LEQ“ (sem stendur fyrir Landsbréf Equity) fylgir Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar.

Ekki haft tíma til að auglýsa vaxtabætur

Frestur til að sækja um sérstakar lánsveðsvaxtabætur rennur út eftir mánuð en umsóknarferlið hefur enn ekki verið auglýst. Óþarfi að hafa áhyggjur, segir ríkisskattstjóri. "Þetta er ekki þannig að menn lokist inni á þessum fresti,“ segir hann.

Landinn eyðir meiru en í fyrra

Landsmenn virðast vera örlítið viljugri við að taka upp veskið þetta árið samanborið við fyrra ár en samkvæmt nýjum tölum Rannsóknarseturs verslunarinnar hefur sala á dýrum hlutum til heimilis aukist verulega á milli ára.

Sala á hlut myndi skila 63 milljörðum í ríkissjóð

Miðað við bókfært eigið fé Landsbankans myndu fást 63 milljarðar króna fyrir 28 prósenta hlut ríkisins í bankanum en ríkissjóði er heimilt að selja hann á næsta ári. Forstjóri Kauphallarinnar segir að sala á hlut ríkisins myndi styrkja atvinnulífið og býst við mikilli eftirspurn eftir þessum bréfum.

Bætt kjör skila sér ekki í verði

Styrking krónu frá ársbyrjun og lækkun á hrávöruverði á erlendum mörkuðum hefur ekki skilað sér hér í lægra matvöruverði. Þetta kemur fram í nýrri umfjöllun greiningardeildar Arion banka.

Hnattvæðingin kallar á meiri fræðslu um menningarmun

Ráðgjafafyrirtækið One Global Consulting sérhæfir sig í ráðgjöf til fyrirtækja sem eru í samskiptum við erlenda aðila. Svala Guðmundsdóttir leiðir fyrirtækið, sem er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi.

Kaupmaðurinn á horninu sem varð hótelmógúll

Umsvif Ólafs Torfasonar, eiganda og stjórnarformanns Íslandshótela, hafa aukist jafnt og þétt í íslensku samfélagi í gegnum árin og hafa þau aldrei verið meiri en nú. Ólafur byrjaði starfsferil sinn í lítilli verslun í miðbænum en rekur nú þrettán hótel víðsvegar um landið og er hvergi nær hættur að fjölga hótelrýmum í landinu.

Óttast hærri fargjöld og færri valkosti

Bandarísk stjórnvöld hafa höfðað mál til þess að koma í veg fyrir samruna American Airlines og US Airways. Með fyrirhuguðum samruna yrði til stærsta flugfélag veraldar, um það bil ellefu milljarða dala virði, með 6.700 flugferðir á dag og árstekjur upp á um fjörutíu milljarða dala.

Sjá næstu 50 fréttir