Viðskipti innlent

Kallað eftir róttækum aðgerðum – Beðið eftir útspili ríkisstjórnarinnar

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Aðilar vinnimarkaðsins kalla eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar.
Aðilar vinnimarkaðsins kalla eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar.
Kallað er eftir róttækum aðgerðum til að koma efnahagslífinu í gang, þetta kemur fram hjá Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ í fréttum Morgunblaðsins í dag.

Þar segir Gylfi að hann vonist eftir því að menn snúi bökum saman og takist á við vandann. „Við bíðum eftir stefnu ríkisstjórnarinnar í þessum málum. Við höfum ekki séð hana enn þá. Það er hennar að hafa frumkvæðið“

„Við þurfum að sjá aðgerðir sem örva fjárfestingu. Stjórnvöld hafa boðað samráð við aðila vinnumarkaðarins og við bíðum þess að þau sýni á spilin,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdarstjóri Samtaka Atvinnulífsins í sömu frétt um stöðuna í aðdraganda kjarasamninga í haust.

Í máli Orra Haukssonar, framkvæmdarstjóra Samtaka iðnaðarins kemur fram að hans félagsmenn setji þann fyrirvara við efnahagshorfur á næsta ári að þær muni ráðast að verulegu leyti að aðgerðum stjórnvalda. Menn séu meðal annars að horfa til fyrirhugaðra aðgerða í skuldamálum heimila, skattastefnunnar, umfangs opinberra framkvæmda og aðgerða til að afnema höftin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×