"Gæti sagt að það sé vegna þess að ég elska Ísland" Jóhannes Stefánsson skrifar 21. ágúst 2013 10:02 Tónlistarveitan Spotify, sem er mörgum netverjum að góðu kunn, hefur samið við Símann um dreifingu efnis hér á landi segir Jonathan Forster. Mynd/Spotify „Ég gæti sagt að það sé vegna þess að ég elska Ísland en fyrst og fremst er það vegna þess að mjög margir Íslendingar eru tónlistarunnendur og síðan eru náttúrulega nánast allir með nettengingu,“ segir Jonathan Forster, framkvæmdastjóri Spotify í Evrópu, um innreið félagsins á íslenskan markað í samtali við Fréttablaðið. „Við teljum að það sé tímabært að Spotify komi til landsins og viljum að Íslendingum standi til boða lögleg, ódýr og hentug leið til að nálgast tónlist á netinu,“ segir Forster. Eins og kunnugt er hóf Spotify að bjóða upp á þjónustu sína hér á landi í apríl. Nú hafa Spotify og Síminn hafið samstarf sem hefur það í för með sér að hægt verður að fá aðgang að Spotify í gegnum Símann. Þjónustan verður ókeypis með vissum vörum Símans. Þúsundir Íslendinga hafa þegar keypt sér aðgang að Spotify en Forster vonast til þess að þjónustan geti hjálpað íslenskum listamönnum við að koma sér á framfæri. Þá býst hann við að sífellt meiri íslensk tónlist verði aðgengileg eftir því sem fram líða stundir. „Við bætum við 20.000 lögum á dag og þegar við förum á nýja markaði bætist yfirleitt við nýtt efni frá þeim markaði. Þeim mun þekktari sem við verðum á Íslandi eru meiri líkur á að þeir sem gefa út tónlist hefji samstarf við okkur,“ segir Jonathan Forster. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sjá meira
„Ég gæti sagt að það sé vegna þess að ég elska Ísland en fyrst og fremst er það vegna þess að mjög margir Íslendingar eru tónlistarunnendur og síðan eru náttúrulega nánast allir með nettengingu,“ segir Jonathan Forster, framkvæmdastjóri Spotify í Evrópu, um innreið félagsins á íslenskan markað í samtali við Fréttablaðið. „Við teljum að það sé tímabært að Spotify komi til landsins og viljum að Íslendingum standi til boða lögleg, ódýr og hentug leið til að nálgast tónlist á netinu,“ segir Forster. Eins og kunnugt er hóf Spotify að bjóða upp á þjónustu sína hér á landi í apríl. Nú hafa Spotify og Síminn hafið samstarf sem hefur það í för með sér að hægt verður að fá aðgang að Spotify í gegnum Símann. Þjónustan verður ókeypis með vissum vörum Símans. Þúsundir Íslendinga hafa þegar keypt sér aðgang að Spotify en Forster vonast til þess að þjónustan geti hjálpað íslenskum listamönnum við að koma sér á framfæri. Þá býst hann við að sífellt meiri íslensk tónlist verði aðgengileg eftir því sem fram líða stundir. „Við bætum við 20.000 lögum á dag og þegar við förum á nýja markaði bætist yfirleitt við nýtt efni frá þeim markaði. Þeim mun þekktari sem við verðum á Íslandi eru meiri líkur á að þeir sem gefa út tónlist hefji samstarf við okkur,“ segir Jonathan Forster.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sjá meira