Hnattvæðingin kallar á meiri fræðslu um menningarmun Lovísa Eiríksdóttir skrifar 14. ágúst 2013 11:15 svala Guðmundsdóttir fékk hugmyndina að fyrirtæki sínu eftir að hafa starfað sem útsendur starfsmaður í sjö ár. Svala Guðmundsdóttir, lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, stofnaði nýverið fyrirtækið One Global Consulting. Fyrirtækið sérhæfir sig í ráðgjöf til fyrirtækja og stofnana sem eru í samskiptum við erlenda aðila eða starfrækja skrifstofur erlendis. „Áherslan í ráðgjöfinni er í raun á menningarmun milli landa,“ segir Svala í samtali við Markaðinn. „Við undirbúum starfsmenn sem fyrirtæki senda erlendis til þess að þeir aðlagist sem fyrst.“ Hún segir að alþjóðleg fyrirtæki séu farin að taka það mjög alvarlega að búa starfsfólk undir menningarmun í samskiptum. „Þekking á þessu sviði getur skipt talsverðu máli fyrir afrakstur og árangur starfsmanna þegar komið er að því að starfa erlendis,“ segir hún. Svala lauk meistaranámi í mannauðsstjórnun í Bretlandi og fór svo í doktorsnám til Bandaríkjanna í alþjóðlegri mannauðsstjórnun. Hún segir að í kjölfar hnattvæðingarinnar séu sífellt fleiri fyrirtæki að verða alþjóðlegri og með starfsstöðvar á fleiri en einum stað. Þegar fyrirtæki fari í útrás og hefji starfsemi erlendis eða séu í samstarfi við erlenda aðila sé yfirleitt gríðarlegt fjármagn á bak við það sem mikilvægt sé að fara vel með.Menningarmunur hefur áhrif á árangur fyrirtækja„Það skiptir miklu máli að undirbúa starfsfólk vel þegar á að senda það til útlanda til þess að það nái fullum starfskröftum sem fyrst,“ segir Svala, sem bendir á að rannsóknir sýni að menningarmunur og samskiptaörðugleikar hamli því oft að fyrirtæki nái þeim árangri sem lagt var af stað með í upphafi. Hugmyndina að fyrirtækinu fékk Svala eftir að hafa sjálf starfað í sjö ár sem útsendur starfsmaður og sem maki útsends starfsmanns. „Ég fór að velta því fyrir mér, eftir þessa reynslu, af hverju sumum gengi betur en öðrum að laga sig að öðrum menningarheimum,“ segir Svala, sem hefur gert ótal margar rannsóknir á íslenskum útsendum starfsmönnum. „Rannsóknir mínar hafa sýnt að við eigum oft í erfiðleikum með samskipti við erlenda aðila og með stofnun þessa ráðgjafafyrirtækis getum við boðið starfsmönnum og stjórnendum hjálp við að auðvelda samskipti og verða alþjóðlegri í viðskiptaháttum.“Finnur rétta starfsmanninn Auk þess sem fyrirtækið aðstoðar starfsmenn og stjórnendur við að búa sig undir að búa í öðru landi og eiga viðskipti við erlenda aðila, hjálpar það einnig við að finna rétta starfsmanninn til að senda út. „Það er nefnilega ekki endilega sá sem er tæknilega bestur sem er hæfastur til að senda út í verkefni eða til starfa, heldur eru það einnig aðrir þættir sem spila inn í, eins og aðlögunarhæfni og annað,“ segir Svala. Fyrirtækið er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi, en að sögn Svölu er ráðgjöf sem þessi mjög algeng í Evrópu. „Við þjálfum stjórnendur í að verða alþjóðlegri og aðstoðum alþjóðleg teymi. Við aðstoðum við flutning starfsmanna og maka þeirra og fræðum starfsmenn um menningu viðeigandi lands, bæði þjóðmenninguna og viðskiptamenninguna. Inn í þetta setjum við það sem er kölluð er menningargreind, en að vera menningargreindur er að átta sig á menningarmun og geta lifað og verið umburðarlyndur í annars konar menningu,“ segir Svala og bætir við að nú til dags sé farið að skipta miklu máli að geta starfað á alþjóðlegum vettvangi. „Ný kynslóð útsendra starfsmanna er að brjótast út og það kallar á þörf fyrir ráðgjöf á þessu sviði.“ Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Svala Guðmundsdóttir, lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, stofnaði nýverið fyrirtækið One Global Consulting. Fyrirtækið sérhæfir sig í ráðgjöf til fyrirtækja og stofnana sem eru í samskiptum við erlenda aðila eða starfrækja skrifstofur erlendis. „Áherslan í ráðgjöfinni er í raun á menningarmun milli landa,“ segir Svala í samtali við Markaðinn. „Við undirbúum starfsmenn sem fyrirtæki senda erlendis til þess að þeir aðlagist sem fyrst.“ Hún segir að alþjóðleg fyrirtæki séu farin að taka það mjög alvarlega að búa starfsfólk undir menningarmun í samskiptum. „Þekking á þessu sviði getur skipt talsverðu máli fyrir afrakstur og árangur starfsmanna þegar komið er að því að starfa erlendis,“ segir hún. Svala lauk meistaranámi í mannauðsstjórnun í Bretlandi og fór svo í doktorsnám til Bandaríkjanna í alþjóðlegri mannauðsstjórnun. Hún segir að í kjölfar hnattvæðingarinnar séu sífellt fleiri fyrirtæki að verða alþjóðlegri og með starfsstöðvar á fleiri en einum stað. Þegar fyrirtæki fari í útrás og hefji starfsemi erlendis eða séu í samstarfi við erlenda aðila sé yfirleitt gríðarlegt fjármagn á bak við það sem mikilvægt sé að fara vel með.Menningarmunur hefur áhrif á árangur fyrirtækja„Það skiptir miklu máli að undirbúa starfsfólk vel þegar á að senda það til útlanda til þess að það nái fullum starfskröftum sem fyrst,“ segir Svala, sem bendir á að rannsóknir sýni að menningarmunur og samskiptaörðugleikar hamli því oft að fyrirtæki nái þeim árangri sem lagt var af stað með í upphafi. Hugmyndina að fyrirtækinu fékk Svala eftir að hafa sjálf starfað í sjö ár sem útsendur starfsmaður og sem maki útsends starfsmanns. „Ég fór að velta því fyrir mér, eftir þessa reynslu, af hverju sumum gengi betur en öðrum að laga sig að öðrum menningarheimum,“ segir Svala, sem hefur gert ótal margar rannsóknir á íslenskum útsendum starfsmönnum. „Rannsóknir mínar hafa sýnt að við eigum oft í erfiðleikum með samskipti við erlenda aðila og með stofnun þessa ráðgjafafyrirtækis getum við boðið starfsmönnum og stjórnendum hjálp við að auðvelda samskipti og verða alþjóðlegri í viðskiptaháttum.“Finnur rétta starfsmanninn Auk þess sem fyrirtækið aðstoðar starfsmenn og stjórnendur við að búa sig undir að búa í öðru landi og eiga viðskipti við erlenda aðila, hjálpar það einnig við að finna rétta starfsmanninn til að senda út. „Það er nefnilega ekki endilega sá sem er tæknilega bestur sem er hæfastur til að senda út í verkefni eða til starfa, heldur eru það einnig aðrir þættir sem spila inn í, eins og aðlögunarhæfni og annað,“ segir Svala. Fyrirtækið er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi, en að sögn Svölu er ráðgjöf sem þessi mjög algeng í Evrópu. „Við þjálfum stjórnendur í að verða alþjóðlegri og aðstoðum alþjóðleg teymi. Við aðstoðum við flutning starfsmanna og maka þeirra og fræðum starfsmenn um menningu viðeigandi lands, bæði þjóðmenninguna og viðskiptamenninguna. Inn í þetta setjum við það sem er kölluð er menningargreind, en að vera menningargreindur er að átta sig á menningarmun og geta lifað og verið umburðarlyndur í annars konar menningu,“ segir Svala og bætir við að nú til dags sé farið að skipta miklu máli að geta starfað á alþjóðlegum vettvangi. „Ný kynslóð útsendra starfsmanna er að brjótast út og það kallar á þörf fyrir ráðgjöf á þessu sviði.“
Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur