Viðskipti innlent

Högnuðust um 2.683 milljónir

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Lýður og Ágúst Guðmundssynir eru stærstu eigendur Bakkavarar með um 40 prósenta hlut.
Lýður og Ágúst Guðmundssynir eru stærstu eigendur Bakkavarar með um 40 prósenta hlut. Fréttablaðið/Valli
iHagnaður Bakkavarar Group á öðrum ársfjórðungi nam 14,3 milljónum sterlingspunda, eða sem svarar 2.683 milljónum króna.

Hagnaðurinn er 258 prósentum meiri en á sama tíma í fyrra þegar félagið hagnaðist um fjórar milljónir punda, eða sem svarar 750 milljónum króna.

Fram kemur í árshlutauppgjöri félagsins að þessa miklu breytingu á milli ára megi rekja til sölu fyrirtækja félagsins í Frakklandi og á Spáni fyrir um 26 milljónir punda.

Hagnaður vegna sölu fyrirtækjanna er sagður hafa numið 14,5 milljónum punda. Söluandvirðið hafi verið notað til að greiða niður skuldir.

Í tilkynningu félagsins er haft eftir Ágústi Guðmundssyni forstjóra Bakkavarar að fyrirtækið hafi haldið áfram á réttri leið á fjórðungnum með öflugum tekjuvexti og auknum hagnaði.

„Nýleg endurfjármögnun félagsins endurspeglar stuðning frá fjármálamörkuðum og eflir undirliggjandi styrkleika félagsins.“

Ágúst segir stöðu og stefnu félagsins góða þótt aðstæður á mörkuðum verði áfram krefjandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×