Viðskipti innlent

Allt að 57 prósenta verðmunur á skólabókum

Lovísa Eiríksdóttir skrifar
Verðmunur á skólabókum nær allt að 57 prósentum samkvæmt verðkönnun Alþýðusambands Íslands (ASÍ). 

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á nýjum og notuðum skólabókum fyrir framhaldsskóla landsins á höfuðborgarsvæðinu í gær. Farið var í sex verslanir og skoðað verð á 32 algengum námsbókum.

Samkvæmt könnuninni var forlagið A4 oftast með lægsta verðið á nýjum bókum, en níu titlar af 32 voru ódýrastir hjá þeim. Griffill kom þar á eftir með lægsta verðið á sjö titlum og Bóksala Stúdenta með sex.

Bókabúðin IÐNÚ var oftast með hæsta verðið á nýjum bókum eða á 17 titlum af 32.

Mestur verðmunur var á bókinni „Setningafræði handa framhaldsskólum“, en þar var hún dýrust hjá IÐNÚ á 1.880 krónur og ódýrust í Griffli á 1.199 krónur, en það þýðir verðmun upp á 57 prósent.

Munur á álagningu skiptibókamarkaðanna var í flestum tilvikum mikill líka eða um og yfir 50 prósent. Af þremur bókaverslunum, sem eru með slíkan markað, var A4 oftast með lægsta útsöluverðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×