Sif Cosmetics sækir á markaði í Suður-Afríku Lovísa Eiríksdóttir skrifar 14. ágúst 2013 11:00 Jón Björnsson er nýr forstjóri ORF Líftækni, sem er móðurfélag Sif Cosmetics. Mynd/Stefán Íslenska líftæknifyrirtækið Sif Cosmetics, sem er dótturfyrirtæki ORF Líftækni, hefur gengið frá samningum við snyrtivörukeðjuna Imbalie Beauty Inc, sem er ein stærsta keðja sinnar tegundar í Suður-Afríku. Samningurinn hljóðar upp á sölu og dreifingu á BIOEFFECT-húðvörum frá fyrirtækinu og eru vörurnar nú fáanlegar á um hundrað stöðum þar í landi. Fyrir eru húðvörur frá Sif Cosmetics seldar í yfir 400 verslunum um allan heim, og þá helst í Evrópu og Asíu. „Salan hefur gengið vonum framar allt frá því að vörurnar voru fyrst kynntar í vor. Þessi markaður skiptir okkur mjög miklu máli því þarna erum við að fara inn í hundrað búðir á einu bretti,“ segir Jón Björnsson, nýr forstjóri ORF Líftækni, en Jón tók til starfa nú í sumar. BIOEFFECT-húðvörurnar innihalda svokallaðan EGF-frumuvaka, sem á að hraða á endurnýjun húðarinnar, en að baki liggja áratuga rannsóknir ORF Líftækni á líffræði húðarinnar. „Fyrirtækið hefur verið að selja vörur sínar erlendis síðan árið 2011 og eru þær nú að slá í gegn í Suður-Afríku,“ segir Jón og bætir við að vörurnar séu sérstaklega vinsælar í heilsulindum og á snyrtistofum. „Heilsulindir eru mjög víða í Suður-Afríku og hafði fyrirtækið samband við okkur að fyrra bragði eftir að hafa kynnst vörunum í London.“ Jón segir að vörurnar hafi vakið gríðarlega athygli erlendis sem að útskýri aukin umsvif. „Það er mikil viðurkenning fyrir félagið að komast inn í nýja heimsálfu og inn á nýjan markað og þessi samningur gefur vísbendingu um að það leynist mjög góðir markaðir annars staðar í heiminum, þó að þeir liggi langt í burtu.“ Að sögn Jóns hefur fyrirtækið haft það að leiðarljósi að reyna að finna landsvæði þar sem vitað er að snyrtivörumarkaðurinn er vaxandi. BIOEFFECT-húðvörurnar eru alfarið framleiddar og fluttar út frá Íslandi. „Eitt af sérkennum vörunnar er að hún er framleidd að öllu leyti hér á landi og þar með helst virðisaukinn allur innanlands. Einnig er mikil áhersla lögð á íslenskan uppruna varanna,“ segir Jón og bætir við að framtíðarsýn fyrirtækisins sé að auka útflutning félagsins enn frekar. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Íslenska líftæknifyrirtækið Sif Cosmetics, sem er dótturfyrirtæki ORF Líftækni, hefur gengið frá samningum við snyrtivörukeðjuna Imbalie Beauty Inc, sem er ein stærsta keðja sinnar tegundar í Suður-Afríku. Samningurinn hljóðar upp á sölu og dreifingu á BIOEFFECT-húðvörum frá fyrirtækinu og eru vörurnar nú fáanlegar á um hundrað stöðum þar í landi. Fyrir eru húðvörur frá Sif Cosmetics seldar í yfir 400 verslunum um allan heim, og þá helst í Evrópu og Asíu. „Salan hefur gengið vonum framar allt frá því að vörurnar voru fyrst kynntar í vor. Þessi markaður skiptir okkur mjög miklu máli því þarna erum við að fara inn í hundrað búðir á einu bretti,“ segir Jón Björnsson, nýr forstjóri ORF Líftækni, en Jón tók til starfa nú í sumar. BIOEFFECT-húðvörurnar innihalda svokallaðan EGF-frumuvaka, sem á að hraða á endurnýjun húðarinnar, en að baki liggja áratuga rannsóknir ORF Líftækni á líffræði húðarinnar. „Fyrirtækið hefur verið að selja vörur sínar erlendis síðan árið 2011 og eru þær nú að slá í gegn í Suður-Afríku,“ segir Jón og bætir við að vörurnar séu sérstaklega vinsælar í heilsulindum og á snyrtistofum. „Heilsulindir eru mjög víða í Suður-Afríku og hafði fyrirtækið samband við okkur að fyrra bragði eftir að hafa kynnst vörunum í London.“ Jón segir að vörurnar hafi vakið gríðarlega athygli erlendis sem að útskýri aukin umsvif. „Það er mikil viðurkenning fyrir félagið að komast inn í nýja heimsálfu og inn á nýjan markað og þessi samningur gefur vísbendingu um að það leynist mjög góðir markaðir annars staðar í heiminum, þó að þeir liggi langt í burtu.“ Að sögn Jóns hefur fyrirtækið haft það að leiðarljósi að reyna að finna landsvæði þar sem vitað er að snyrtivörumarkaðurinn er vaxandi. BIOEFFECT-húðvörurnar eru alfarið framleiddar og fluttar út frá Íslandi. „Eitt af sérkennum vörunnar er að hún er framleidd að öllu leyti hér á landi og þar með helst virðisaukinn allur innanlands. Einnig er mikil áhersla lögð á íslenskan uppruna varanna,“ segir Jón og bætir við að framtíðarsýn fyrirtækisins sé að auka útflutning félagsins enn frekar.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira