Viðskipti innlent

Slá ryki í augu neytenda

Valur Grettisson skrifar
Páll Kr. Pálsson segir menn vilja slá ryki í augu fólks.
Páll Kr. Pálsson segir menn vilja slá ryki í augu fólks.
„Menn vilja ekki upprunamerkja vörur sínar vegna þess að þeir vilja slá ryki í augu neytandans, það er ekkert flóknara en það,“ segir Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri Glófa, sem framleiðir útivistarfatnaðinn Varma.

Neytendastofa úrskurðaði í gær að fyrirtækið Drífa, sem framleiðir meðal annars útivistarfatnaðinn Icewear, væri sekt um villandi framsetningu á vörum sínum. Fötin sem úrskurðurinn tók til voru framleidd m.a. í Kína, ólíkt fötum Varma, og merkt íslenska fánanum.

Páll bendir á að stærstu merkin, svo sem 66°Norður og Cintamani, framleiði einnig föt sín erlendis. „En þeir taka það líka fram,“ segir Páll og bætir við að hann hafi ekkert út á það að setja. Hann segir reglur um upprunamerkingar of óljósar. Páll segir úrskurðinn nú skýra þær að einhverju leyti. „Þetta er skýr vísbending um vilja Neytendastofu,“ segir Páll um úrskurð Neytendastofu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×