Fleiri fréttir

Katrín tekur við af Sibert

Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur skipað dr. Katrínu Ólafsdóttur, lektor við Háskólann í Reykjavík, í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. Katrín lauk doktorsprófi í vinnumarkaðshagfræði frá Cornell-háskóla í Bandaríkjunum árið 2009.

Afgangur meiri en á síðasta ári

Vöruskipti við útlönd voru hagstæð um 12,5 milljarða króna í febrúar samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands.

Tuttugu pósthúsum lokað frá árinu 1998

Með lokun pósthúss Íslandspósts í Mjódd hefur Íslandspóstur lokað 21 pósthúsi frá stofnun félagsins árið 1998. Pósthúsið er jafnframt það fimmta sem lokað er á höfuðborgarsvæðinu.

Arctic Trucks með stóran samning í Arabalöndum

Arctic Trucks Emirates í Dubai, dótturfélag Arctic Trucks International hefur skrifað undir samning við Al-Futtaim Motors, umboðsaðila Toyota í Sameinuðu Arabísku furstadæmunum, um breytingar á allt að 400 Toyota Hilux og Toyota FJ Cruiser á næstu tólf mánuðum.

Spáir stýrivaxtahækkun í þessum mánuði

Greining Íslandsbanka spáir því að Peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur á næsta vaxtaákvörðunardegi, þann 21. mars nk.

Vöruskiptin hagstæð um 12,5 milljarða

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir febrúar síðastliðinn var útflutningur 54,1 milljarður króna og innflutningur 41,6 milljarðar króna. Vöruskiptin í febrúar voru því hagstæð um 12,5 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum.

Viðskiptajöfnuður óhagstæður um tæpa 50 milljarða

Viðskiptajöfnuður mældist óhagstæður um 48,9 milljarða kr. á fjórða ársfjórðungi síðasta árs samanborið við 8 milljarða kr. hagstæðan jöfnuð fjórðunginn á undan. Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans.

Það besta frá Mobile World Congress 2012

Mobile World Congress 2012 ráðstefnan var haldin í Barcelona í síðustu viku. Allir helstu snjallsímaframleiðendur veraldar komu þar saman til að kynna tækninýjungar sínar.

Aðalmeðferð í Landsdómsmálinu hefst á morgun

Aðalmeðferð í Landsdómsmálinu hefst á morgun. Hæstaréttarlögmaður segir þá ákæruliði sem eftir standa í málinu hæpna og óskýra. Hann segir að Geir Haarde og fyrrverandi ríkisstjórn hafi tekist að afstýra miklu tjóni fyrir íslenska þjóð með neyðarlögunum. Ef sakfella eigi Geir fyrir aðgerðaleysi verði að benda á nákvæmar aðgerðir sem hann átti að stuðla að í aðdraganda hrunsins og hvaða þýðingu þær hefðu haft.

Íslendingar eiga að horfa til evrunnar

Íslendingar verða að móta nýja stefnu í gjaldeyrismálum með það að markmiði að taka upp nýja mynt. Þetta er mat Ólafs Ísleifssonar lektors við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Hann segir að krónan hafi lamandi áhrif á atvinnustarfsemi hér á landi.

Vinsældir App Store með ólíkindum

Notendur App Store, vefverslunar Apple, hafa náð í 25 milljarða af smáforritum frá því að verslunin opnaði árið 2007. Áfanganum var náð í gær og fékk heppinn notandi 10.000 dollara inneign í verðlaun.

ICEconsult í samstarfi með Statsbygg

Íslenska fyrirtækið ICEconsult ehf. og norska ríkisfyrirtækið Statsbygg hafa skrifað undir samning að andvirðir 17 milljóna norskra króna. Statsbygg hefur því tryggt sér rétt á notkun MainManager hugbúnaðarins sem ICEconsult hefur þróað frá árinu 1995.

Færeyingar kaupa helmingshlut í SMS

Einkahlutafélagið Apogee, sem er í eigu Jóhannesar Jónssonar kaupsýslumanns og stofnanda Bónuss, hefur selt helmingshlut sinn í færeysku verslanakeðjunni SMS í Færeyjum til tveggja færeyskra kaupsýslumanna.

Vara við frekari launahækkunum

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að frekari launahækkanir umfram framleiðniaukningu geti kynt undir verðbólgu á Íslandi og grafið undan samkeppnisforskoti í útflutningi. Þetta er á meðal þess sem sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn nefnir sem eina af helstu hættunum sem íslenskt efnahagslíf standi andspænis.

Hagar eina fyrirtækið sem lækkaði

Það var heldur þungt yfir mörkuðum vestanhafs í dag. Allar helstu hlutabréfavísitölur í kauphöllinni á Wall Street lækkuðu. Nasdaq lækkaði til dæmis um 0,43%, S&P um 0,32% og Dow um 0,27%.

Baldur kærir til Mannréttindadómstóls Evrópu

Baldur Guðlaugsson hefur áfrýjað dómi Hæstaréttar Íslands til Mannréttindadómstóls Evrópu. Í yfirlýsingu sem barst frá lögmannsstofunni Lex fyrir hönd Baldurs eru tilgrein fimm atriði sem Baldur telur að standist ekki.

Losun gjaldeyrishafta er lykilatriði fyrir Ísland

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að lykilatriði sé fyrir Ísland að ná að losa um gjaldeyrishöftin. "Það er engin auðveld lausn á þessu vandamáli. Það er fyrir hendi áætlun um losun haftanna og það skiptir máli að allir þeir sem koma að því að losa um höftin, séu einbeittir á verkefnið,“ sagði Julie Kozcak, sem hefur séð um málefni Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, í viðtali við fréttastofu í morgun.

Skúli hættir að verja Gunnar vegna trúnaðarbrests

Skúli Bjarnason hrl., sem hefur gætt hagsmuna Gunnars Þ. Andersen, hefur sagt sig frá málinu vegna trúnaðarbrests. Í yfirlýsingu sem Skúli sendi frá sér fyrir skömmu segir að nýja upplýsingar sem fram komu í uppsagnarbréfi í gær og skýrðust með ákveðnum hætti í gærkvöldi, hafi komið sér í algerlega opna skjöldu og séu til þess fallnar að setja málið í nýjan farveg.

Skarphéðinn fær 300 þúsund í miskabætur

Athafnamanninum Skarphéðni Berg Steinarssyni voru dæmdar 300 þúsund krónur í miskabætur í Hæstarétti Íslands í gær. Skarphéðinn stefndi íslenska ríkinu vegna kyrrsetninga á eignum hans vegna rannsóknar á bókhaldi og skattskilum FL Group hf., nú Stoða.

FME: Tryggja skal fullar endurgreiðslur vegna gengislána

Í framhaldi af gengislánadómi Hæstaréttar hefur Fjármálaeftirlitið (FME) beint þeim tilmælum til lánastofnanna að þær meti hvort rétt sé að senda frekari greiðsluseðla til slíkra skuldara, og tryggja skuldurum sem reynast hafa ofgreitt miðað við nýjan endurreikning fullar endurgreiðslur.

Landsbankinn sendir út óleiðrétta greiðsluseðla

Landsbankinn ætlar að halda áfram að senda út greiðsluseðla vegna lána á sömu forsendum og áður þó svo að óvissa kunni að ríkja um hvort lán falli undir fordæmisgildi hæstaréttardóms sem féll þann 15 febrúar síðastliðinn. Niðurstaða dómsins varð sú að ekki mætti reikna íslenska seðlabankavexti afturvirkt á lán sem voru dæmd ólögleg í Hæstarétti sumarið 2010.

Nýsköpunarsjóður selur hlut sinn í Marorku til þýskalands

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins (NSA) hefur selt 14,9 % hlut sinn í Marorku ehf til þýska fjárfestingafélagsins Mayfair. Nýsköpunarsjóður fjárfesti í Marorku árið 2006 til að fjármagna fyrstu skref Marorku á alþjóðlegum markaði.

Íslandsbanki gefur aftur út sértryggð skuldabréf

Íslandsbanki hefur gefið út tvo nýja flokka sértryggðra skuldabréfa í Kauphöllinni. Íslandsbanki gaf út slík bréf í desember s.l. og var fyrsta fjármálafyrirtækið síðan í nóvember 2008 til að gera slíkt.

Kínverskir ferðamenn geta greitt með korti

Kínverskir ferðamenn geta nú notað greiðslukort á Íslandi. Samningar þess efnis tókust nýlega á milli Borgunar hf. og kínverska kreditkortarisans Union Pay sem er eitt stærsta kreditkortafyrirtæki heims. Kínverskir ferðamenn þurftu áður að nota peninga.

Gæti tekið mánuði að klára endurútreikninga gengislána

Samruni Íslandsbanka og Byrs, sem staðið hefur yfir undanfarna mánuði, verður að fullu frágenginn um helgina. Við það mun efnahagsreikningur Íslandsbanka stækka um fimmtung. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir samrunaferlið hafa gengið sérlega vel. "Það er mjög flókið ferli að flytja viðskipti eins banka yfir á annan, upplýsingatæknilega séð. Við erum búin að sameina fimm útibú og breyttum Byr-útibúinu í Hraunbæ í Íslandsbankaútibú. Þó að tæknilegi þátturinn skipti gríðarlega miklu máli þá skiptir ekki síður máli hversu jákvætt starfsfólkið hefur verið í garð sameiningarinnar.

Ætla að reisa 200 nýjar íbúðir

Húsnæðisamvinnufélagið Búseti hyggst reisa um 200 litlar og meðalstórar íbúðir í Holtunum í miðborg Reykjavíkur. Búseti keypti lóð og byggingarrétt á svæðinu á 550 milljónir króna. Framkvæmdastjóri Búseta segir að tilkoma íbúðanna verði bylting fyrir félagið og íbúa á svæðinu.

Krefst svara vegna uppsagnar Gunnars

Birkir Jón Jónsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í efnahags- og viðskiptanefnd, hefur óskað eftir fundi í nefndinni til að fara yfir stöðu Fjármálaeftirlitsins.

Blikur á lofti - Erindi Feldstein í heild sinni

Dr. Martin Feldstein, prófessor í hagfræði við Harvard háskóla, segir blikur vera á lofti í efnahagsmálum heimsins um þessar mundir. Í Bandaríkjunum sé viðvarandi vandamál á fasteignamarkaðnum, sökum mikillar skuldsetningar margra þeirra sem keypt hafa húsnæði á síðustu árum. Auk þess sé staða efnahagsmála viðkvæm og halda þurfi vel á spöðunum, ekki síst í Evrópu, ef ekki eigi illa að fara. Þetta kom fram í erindi Feldsteins á ráðstefnu Landsbankans á Hótel Nordica í dag, en þar var fjallað um stöðu efnahagsmála vítt og breitt, og hvert stefndi í þeim efnum.

Skuldastaða þjóðarbúsins nam 9200 milljörðum

Hrein neikvæð staða þjóðarbúsins nam 9227 milljörðum króna í lok síðasta árs, samkvæmt tölum Seðlabanka Íslands. Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 4434 milljörðum króna en skuldirnar námu 13661 milljörðum króna. Nettóskuldir þjóðarbúsins voru 49 milljörðum króna lægri við lok fjórða ársfjórðungs miðað við fjórðunginn á undan.

Apple stærra en Pólland

Virði tæknifyrirtækisins Apple er nú meira en verg landsframleiðsla Póllands. Verðmæti fyrirtækisins, miðað við síðustu viðskipti með hlutabréf þess, er rúmlega 500 milljarðar dollarar.

Samstarf Iceland Express og Holidays Czech Airlines framlengt

Samstarfssamningur Iceland Express og tékkneska flugfélagsins Holidays Czech Airlines hefur verið framlengdur fram til vors 2013. Skrifað var undir samninginn í Prag í dag en flugvöllur borgarinnar er heimahöfn Holidays. Prag er einmitt einn af nokkrum nýjum áfangastöðum Iceland Express og hefjast ferðir þangað í júní og verða í boði að minnsta kosti út ágúst.

Sjá næstu 50 fréttir