Viðskipti innlent

Afgangur meiri en á síðasta ári

Í búðinni Aukinn útflutningur sjávarafurða skýrir að hluta aukinn afgang á viðskiptum við útlönd.
Í búðinni Aukinn útflutningur sjávarafurða skýrir að hluta aukinn afgang á viðskiptum við útlönd. Fréttablaðið/Vilhelm
Vöruskipti við útlönd voru hagstæð um 12,5 milljarða króna í febrúar samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands.

„Þetta er mesti afgangur af vöruskiptum í einum mánuði síðan í september síðastliðnum og mun meiri en hann hefur að jafnaði verið síðasta árið,“ segir í umfjöllun Greiningar Íslandsbanka. Fluttar voru út vörur fyrir 54,1 milljarð króna og inn fyrir 41,6.

Mikill vöxtur útflutnings sjávarafurða er sagður skýra aukinn afgang.-óká






Fleiri fréttir

Sjá meira


×